Leggja til lækkun álagningarhlutfalls fasteignaskatts

5.Júlí'22 | 07:58
hus_midbaer_bo_cr

Fasteignamat hefur farið hækkandi í Vestmannaeyjum síðustu ár. Ljósmynd/TMS

Nýtt fasteignamat fyrir árið 2023 liggur nú fyrir hjá Þjóðskrá. Fasteignamatið í Vestmannaeyjum hækkar um 10,3% milli áranna 2022 og 2023. Íbúðarhúsnæði hækkar um 9,8%. Þar af hækkar sérbýli um 7,7% og fjölbýli um 18,8%. Atvinnuhúsnæði hækkar um 12,4% milli ára. 

Í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja segir að líkt og annars staðar á landinu hefur fasteignamat farið hækkandi í Vestmannaeyjum síðustu ár með tilheyrandi hækkun tekna af fasteignaskatti.

Undanfarin þrjú ár hefur bæjarstjórn Vestmannaeyja ákveðið að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta og skatturinn hefur því ekki hækkað í takti við hækkun á fasteignamati sem skilar sér í sanngjarnari álagningu fasteignaskatta til íbúa og fyrirtækja í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að haldið verði áfram á sömu braut og undanfarin ár um lækkun álagningarhlutfalls fasteignaskatts. Tekið verði tillit til þessa í undirbúningi fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).