Bæjarstjóri í samráðshóp um sjúkraflug

4.Júlí'22 | 07:58
sjukraflug

Sjúkraflug eru nokkuð tíð milli lands og Eyja. Ljósmynd/TMS

Skipan samráðshóps um sjúkraflug, samkvæmt tillögu starfshóps frá árinu 2018 um aukna aðkomu þyrlna að sjúkraflugi var til umræðu á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í síðustu viku.

Í starfshópnum er Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, sem tilnefnd var af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að hópurinn skili ráðherra minnisblaði í lok árs 2022.

Fram kemur í afgreiðslu ráðsins að bæjarráð lýsi ánægju með að búið sé að skipa samráðshóp um sjúkraflug, enda mikil þörf á að endurskipuleggja fyrirkomulag sjúkraflugs á landsbyggðinni. Jafnframt er ánægjulegt að Vestmannaeyjabær eigi fulltrúa í samráðshópnum.

Áhyggjur af mönnun á heilsugæslu

Bæjarráð ræddi einnig mönnun á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum og auknar áhyggjur henni, sérstaklega mönnun lækna. Mikilvægt er að halda uppi nauðsynlegri grunnheilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum og til þess þarf að manna allar stöður lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks allan sólarhringinn.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að óska eftir samtali við Díönu Óskarsdóttur, forstjóra HSU og Davíð Egilsson, yfirlækni á heilsugæslu HSU í Vestmannaeyjum, um stöðuna.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.