Strand í gini gígsins á hvíta tjaldið?

- Ásmundur Friðriksson kynnir og áritar bók sína “Strand í gini gígsins” á laugardag kl. 14.00 á Bryggjunni í Sagnheimum

1.Júlí'22 | 22:00
asi_bok_2022_fb_cr

Ásmundur Friðriksson kynnir bók sína á Goslokahátíð á laugardag.

Surtseyjargosið sem hófst 14. nóvember 1963 er einn merkilegasti atburður í sögu Vestmannaeyja. 

Engu að síður hafa margar ferðir að eynni á meðan gosinu stóð ekki verið skráðar. Ásmundur Friðriksson, Eyjamaður og þingmaður hefur nú sett nokkrar þeirra á prent. Einnig er brugðið upp einstakri mynd af mannlífinu í Eyjum á árum Surtseyjarelda og svaðilförum tengdum þeim lýst.

Til dæmis þegar ungir Eyjamenn horfðust í augu við dauðann í Surtsey, Syrtlingi og Jólni þegar þeir stigu þar á land fyrstir Íslendinga. Eða þegar ofurhugar lögðu líf sitt í hættu í baráttunni fyrir því að Surtsey fengi nafnið Vesturey. Hrikalegust er sagan af því þegar skipverjar á Ágústu VE 350 börðust fyrir lífi sínu á gígbarmi Syrtlings þar sem báturinn vó salt meðan gosið stóð sem hæst.

Í bókinni sem ber heitið “Strand í gini gígsins” rifjar Friðrik Ólafur Guðjónsson frá Landamótum upp minningar um fjölskrúðugt mannlíf í Vestmannaeyjum fyrri ára. Sagðar eru gamansögur af eftirminnilegum karakterum og átakanlegum sorgarstundum lýst.

Fjöldi ljósmynda Sigurgeirs Jónassonar prýða bókina, og segir Ásmundur í samtali við Eyjar.net að það hafi verið algjör fjársjóður að fá slíkar myndir í bókina. Hann segir gríðarlega mikilvægt að varðveita söguna og hann hafi gengið með í maganum lengi að skrifa bók um Surtsey og svaðilfarirnar sem farnar voru þangað.  

En þrátt fyrir að bókin sé ekki enn komin formlega út hefur hún vakið mikla athygli. Það mikla að nú hefur kvikmyndaframleiðandi sett sig í samband við höfundinn og útgefandann með það í huga að framleiða kvikmynd eða sjónvarpsþætti byggða á bókinni. Að sögn Ásmundar yrði það mikil kynning fyrir Vestmannaeyjar verði slík framleiðsla að veruleika. 

Bókin kemur formlega út á morgun og kynnir Ásmundur hana og áritar á Bryggjunni í Sagnheimum á morgun, laugardag kl. 14.00.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.