Ólafur Hjálmarsson gefur Vestmannaeyjabæ ómetanleg Íslandskort

- kort frá 1550-1850

1.Júlí'22 | 09:20
_DSC0162

Ólafur Hjálmarsson í Einarsstofu í gær. Ljósmyndir/Óskar P. Friðriksson

Í gær, fimmtudaginn 30. júní, afhenti Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri og Eyjamaður Vestmannaeyjabæ yfir 70 Íslandskort frá árabilinu 1550-1800.

Íris Róbertsdóttir tók við gjöfinni fyrir hönd bæjarins. Af því tilefni var sett upp sýning með úrvali kortanna og verður hún uppi við alla Goslokahelgina kl. 10-17 í Einarsstofu í Safnahúsi.

Úr engu í þriðja stærsta safn Íslandskorta í opinberri eigu

Fram kom í máli Kára Bjarnasonar, sem kynnti dagskrána að fyrir þessa höfðinglegu gjöf hefði Safnahúsið ekki átt eitt einasta gamalt Íslandskort en teldist nú líklega með þriðja stærsta safn Íslandskorta í opinberri eigu. Ólafur rakti í fróðlegu erindi hvernig hann eignaðist kortin og var ljóst af máli hans að hann hefur lagt einstaka alúð í að safna sem vönduðustu eintökum og sem mestu af fágætustu kortunum sem til eru.

Þróun íbúafjölda í samanburði við framgang fiskveiða hér við land

Í lok erindis síns dró Ólafur sama fróðlegar hagtölur sem sýndu þróun íbúafjölda í samanburði við framgang fiskveiða hér við land og var áhugavert að sjá hversu sláandi samræmi er þar á milli, um leið og hagur veiða og útgerðar dróst saman fækkaði fólki og öfugt – vaxandi sjósókn gaf fyrirheit um fjölgun íbúa byggðarlagsins hér. Veruleiki sem við sem hér búum þekkjum en sáum í tölum hagstofustjóra svart á hvítu.

Fékk áskorun um að kominn væri tími á að stækka Safnahúsið

Bæjarstjóri fékk á fundinum áskorun um að kominn væri tími á að stækka Safnahúsið og klöppuðu fundargestir fyrir því. Í ávarpi sínu, þegar hún veitti gjöf Ólafs viðtöku, sagðist hún skilja hversu mikil verðmæti væru enn að bætast við í Safnahúsið og hún væri óendanlega þakklát fyrir að Eyjamenn eins og Ólafur hugsuðu alltaf heim. Þetta er stórkostleg gjöf sem við erum óendanlega þakklát fyrir, sagði bæjarstjóri og eru góð lokaorð á fróðlegri dagskrá og frábærri gjöf til Vestmannaeyinga.

Fleiri myndir frá dagskráinni í gær má sjá hér að neðan.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.