Veðurspáin yfir Goslokahátíð

30.Júní'22 | 10:32
goslokahatid_20

Gert er ráð fyrir skýjuðu í dag og á morgun. Ljósmynd/TMS

Goslokahátíðin hefst í dag og stendur til sunnudags. Þá er ekki úr vegi að skoða hvernig viðra muni á hátíðargesti.

Í nýrri spá Veðurstofu Íslands fyrir Suðurland segir að í dag verði breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað og rigning öðru hvoru. Skýjað með köflum á morgun og skúrir, einkum síðdegis. Hiti 10 til 15 stig.

Kynntu þér dagskrá Goslokahátíðar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Norðlæg átt 5-10 m/s, skýjað og sums staðar dálítil væta, hiti 7 til 13 stig. Bjart með köflum sunnantil á landinu með hita að 18 stigum. Norðvestan 10-15 og rigning austanlands um kvöldið.

Á sunnudag:
Norðvestan 8-15, hvassast við austurströndina. Rigning á austurhelmingi landsins, en þurrt vestantil. Hiti frá 5 stigum á Norðausturlandi, upp í 16 stig suðvestanlands.

Á mánudag:
Minnkandi norðvestanátt og bjart með köflum, en dálítil væta á norðaustanverðu landinu framan af degi. Hiti breytist lítið.

Nánar um veðrið.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).