Segir viðmót aðalstjórnar til skammar

30.Júní'22 | 14:00
gretar_ithrottahus_sams

Grétar Þór Eyþórsson, fráfarandi formaður handknattleiksráðs ÍBV. Ljósmynd/samsett

Grétar Þór Eyþórsson fráfarandi formaður handknattleiksráðs ÍBV segir framtíð handknattleiks í Vestmannaeyjum vera í hættu eftir ákvörðun aðalstjórnar ÍBV um breytta tekjuskiptingu á milli knattspyrnudeildar og handknattleiksdeildar.

Þetta segir Grétar í samtali við vefmiðilinn Handbolti.is í dag. Þar er enn fremur haft eftir honum að hann viti til að leikmenn leiti útgönguleiða úr samningum við félagið. Svo alvarlegum augum líti þeir á stöðuna. Eins sé ljóst að mjög erfitt verði að fá sjálfboðaliða til starfa við Þjóðhátíð. Félagið sé trauðla starfhæft án sjálfboðaliða handknattleiksráðs sem hafi á undanförnum árum lagt fram vinnu umfram það sem ráðið hafi fengið til baka í jafnri skiptingu tekna.

Sjá einnig: Handknattleiksráð ÍBV segir af sér

Aðalfundur breytti engu

Aðalfundur ÍBV, sem haldin var í gærkvöld, breytti engu varðandi þær breytingar sem standi fyrir dyrum af hálfu aðalstjórnar, vegna skiptingu tekna af sameiginlegum frá fjáröflunum undir hatti aðalstjórnar. Framvegis verður hlutur knattspyrnudeildar 65% og handknattleiksdeildar 35%. Hingað til hefur tekjunum verið jafnt skipt.

„Viðmót aðalstjórnar í okkar garð er til skammar. Aðalstjórn er gjörsamlega vanhæf. Menn tala eins og þessi breyting hafi verið unnin í samstarfi. Það er bara rangt. Okkur var stillt upp og settir afarkostir,“ segir Grétar Þór í samtali við Handbolti.is.

Þessu tengt: Vilja skipa nefnd til að vinna úr ágreiningnum

Að handboltinn leggist af í Eyjum eða kljúfi sig út úr ÍBV

Grétar Þór segir að miðað við óbreytt ástand séu ekki nema tvær leiðir færar.

„Annarsvegar er að handboltinn leggist af í Vestmannaeyjum og hin sé að handboltinn kljúfi sig út úr ÍBV og stofni nýtt félag. Við gætum þá fengið aðra hverja þjóðhátið. Ég hugsa að það geti orðið farsælasta lausnin, það er að kljúfa félagið, og kveðja samstarf sem er harla lítils virði eins og sakir standa,“ segir Grétar Þór sem hefur þungar áhyggjur af ástandinu.

Allt viðtalið við Grétar Þór má lesa hér.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.