Augljóst að átakið „Veldu Vestmannaeyjar“ er að skila árangri

30.Júní'22 | 16:48
turistar_herj-001

Góð nýtingin er á ferðum milli lands og Eyja. Ljósmynd/TMS

Bæjarráð Vestmannaeyja fór yfir samgöngurnar á milli lands og Eyja á fundi sínum í gær.

Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. kom á fund bæjarráðs og greindi frá stöðu og áætlunum Herjólfs, meðal annars farþegafjölda og rekstur félagsins fyrstu fimm mánuði ársins.

Þá fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, yfir fund sem hún átti með Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra, um framvindu útboðs á ríkisstyrktu flugi til Vestmannaeyja. Kom fram að Vegagerðin er að undirbúa útboðsgögn fyrir ríkisstyrkt flug, þ.m.t. þarfagreiningu. Allir þeir sem tóku þátt í fundinum skilja mikilvægi áætlunarflugs til og frá Vestmannaeyjum.

Einnig kom fram að Vegagerðin opnaði í vikunni tilboð vegna dýpkunar í Landeyjahöfn. Fyrirtækið Björgun bauð lægst. Auknar kröfur voru gerðar í þessu útboði um tæknilega getu og afköst við dýpkun. Björgun keypti nýlega nýtt skip, Álfsnes, til að standast kröfur útboðsins.

Fleiri farþegar en áætlanir gerðu ráð fyrir

Í afgreiðslu bæjarráðs segir að það sé ánægjulegt að sjá að farþegatölur eru yfir áætlunum og hversu góð nýtingin er á ferðum milli lands og Eyja. Mikil þörf er á sjö ferðum og augljóst er að átakið „Veldu Vestmannaeyjar“ er að skila árangri.

Hvað varða flugsamgöngur leggur bæjarráð áherslu á mikilvægi þess að vinnu við undirbúning útboðsgagna verði hraðað, því útboðsferillinn er tímafrekur. Mikilvægt er að áætlunarflug hefjist sem fyrst aftur.

Þá lýsir bæjarráð yfir ánægju með auknar kröfur sem settar eru fram í nýafstöðnu útboði og bindur vonir við að dýpkun Landeyjahafnar gangi mun betur og hraðar fyrir sig í framtíðinni.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).