Vilja skipa nefnd til að vinna úr ágreiningnum
29.Júní'22 | 13:25Aðalstjórn ÍBV-íþróttafélags segir í yfirlýsingu vegna afsagnar handknattleiksráðs ÍBV að stjórnin muni á aðalfundi sem fram fer í kvöld leggja fram tillögu til fundarins um skipun nefndar til úrlausnar þess ágreinings sem sé til staðar.
Sjá einnig: Handknattleiksráð ÍBV segir af sér
Yfirlýsingu aðalstjórnar má lesa í heild sinni hér að neðan:
„Líkt og yfirlýsing fráfarandi handknattleiksráðs ÍBV sýnir ríkir ósætti hjá handknattleiksráði félagsins um tiltekin mál sem hafa verið til skoðunar til fjölda ára.
Aðalstjórn hefur unnið að tillögum um breytingar sem snúa að þessum málum og mun á aðalfundi sem fram fer í kvöld, 29.6.2022, leggja fram tillögu til fundarins um skipun nefndar til úrlausnar þess ágreinings sem er til staðar.
Aðalstjórn hefur í góðri trú unnið með og rætt við deildir ÍBV íþróttafélags um þessi mál og harmar því þessa yfirlýsingu handknattleiksráðs. Aðalstjórn hvetur félagsmenn ÍBV íþróttafélags að mæta á aðalfund í kvöld sem fram fer í Týsheimilinu kl.: 20:00. Þá harmar aðalstjórn einnig að þessi mál hafi ratað í fjölmiðla og lýsir yfir eindregnum vilja til að leysa málin innan félagsins.”
Virðingarfyllst
Aðalstjórn ÍBV
Tags
ÍBV
Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...