Þjóðhátíð: Sölu félagsmannamiða lýkur á mánudaginn

28.Júní'22 | 10:45
dalur_yfirl_gig

Frá Þjóðhátíð. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Sölu svokallaðra félagsmannamiða á Þjóðhátíð líkur næstkomandi mánudag, 4. júlí.

Í tilkynningu frá ÍBV segir að þar sem TIX sjái um miðasölu á Þjóðhátíð í ár, þá þarf að ná í félagsmannamiða á annan hátt. „Afsláttur kemur ekki af almennri miðasölu heldur á lokaskrefum líkt og var í kerfinu okkar, heldur er sér aðgangur fyrir félagsmenn.  

  • Fara þarf inná dalurinn.is 
  • Smella á „Valmynd“ 
  • Velja „Mitt svæði“ 
  • Skrá sig inn með rafrænum skilríkjum 
  • Ef þú ert gildur félagsmaður gefur kerfið þér link þar sem félagsmannamiðarnir eru seldir. 

Kerfið leyfir aðeins sölu á 5 miðum á hverja kennitölu félagsmiða, til að kaupa Herjólfsmiða með félagsmannamiðum þarf að setja sig í samband við info@tix.is þegar búið er að ganga frá miðakaupum.”

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...