Samþykkja ekki deiliskipulagstillöguna í núverandi mynd
28.Júní'22 | 15:22Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja getur ekki samþykkt deiliskipulagstillögu Strandvegs 51 í núverandi mynd. Þetta kom fram í afgreiðslu ráðsins, en ein sameiginleg umsögn nágranna barst vegna málsins.
Nágrannarnir sem standa að umsögninni eru búsettir við Strandveg 49 og Herjólfsgötu, 2, 5, 6 og 7. Umsögnin felur m.a. í sér áhyggjur vegna fjölda íbúða, umfangi byggingarinnar og bílastæðum á svæðinu.
Þessu tengt: Nýtt og glæsilegt fjölbýlishús fyrirhugað á Tölvunarreitnum
Taka undir athugasemdir nágranna
Fram kemur í niðurstöðu umhverfis- og skipulagsráðs að ráðið sé hlynnt uppbyggingu á Strandvegi 51 enda gerir deiliskipulag svæðis ráð fyrir frekara byggingarmagni á reitnum en nú er og aðsókn hefur verið í íbúðir miðsvæðis. Mikilvægt er að slíkar viðbætur séu afar vel ígrundaðar og í sem mestri sátt við umhverfið og hægt er. Ráðið tekur undir athugasemdir nágranna m.a varðandi umfang byggingar og bílastæði og getur ekki samþykkt deiliskipulagstillöguna í núverandi mynd.
Ráðið fól starfsmönnum sviðsins að ræða við lóðarhafa.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.