Gamla myndin: Netagerðin Ingólfur stækkar

28.Júní'22 | 11:30
PICT2385

Ljósmyndir/Óskar P. Friðriksson

"Gamla myndin" er nýr liður hér á Eyjar.net. Þar grúskar Óskar Pétur Friðriksson í ljósmyndasafni sínu og rifjuð eru upp skemmtileg augnablik eða atburðir í Eyjum. 

Að þessu sinni er rifjað upp þegar Ingólfur Theódórsson stækkaði netagerðaverkstæði sitt, Netagerðina Ingólf. Myndin er tekin í apríl 1980, en Erlendur Pétursson (Elli Pé) sá um að byggja nýja húsið og eins og sjá má er reisugildið þegar myndin er tekin. 

Að auki látum við fljóta hér með myndir sem teknar voru á sama tíma þar sem ný tækni þess tíma var afhjúpuð. Magnús Sig. Magnússon, vörubílstjóri var kranastjóri á byggingakrananum. Þessi tækni var samansett af rafgeymi úr bíl, útvarpstæki með hátalara úr bíl og loftneti. Öllu haganlega komið fyrir í kassa með loki. Getum við ekki sagt að þetta sé frumgerð af Peltor heyrnahlífum.... eða þannig?

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...