Harpa Valey áfram með ÍBV

27.Júní'22 | 08:46
harpa_valey_ibv_fb

Harpa Valey Gylfadóttir. Ljósmynd/ÍBV

Harpa Valey Gylfadóttir og handknattleiksdeild ÍBV hafa gert með sér nýjan samning sem nær til næstu tveggja tímabila.

Harpa hefur verið einn af lykilmönnum ÍBV síðustu ár og hefur með góðri frammistöðu sinni fest sig í sessi í A-landsliði Íslands. Hún var markahæsti leikmaður liðsins í Olís-deild kvenna á nýloknu tímabili og skoraði 107 mörk í 21 leik.

Í tilkynningu frá félaginu segir að ánægja sé með að hafa Hörpu Valey áfram hjá ÍBV og er tilhlökkun til áframhaldandi samstarfs.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.