Ræddu mikilvægi þess að styðja við íþróttastarf á landsbyggðinni

25.Júní'22 | 23:40
fundur-ISI-stjr_is

Ljósmynd/Stjórnarráðið

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, átti gott samtal við íþróttahreyfinguna á fundum með Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, Knattspyrnusambandi Íslands og Fimleikasambandi Íslands í vikunni. 

Rætt var um eflingu íþróttastarfs, framtíð þjóðarleikvanga, íþróttaiðkun barna af erlendum uppruna og aldraðra, réttindi íþróttafólks og stuðning og samstarf við íþróttahreyfinguna, segir í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Ráðherra íþróttamála dró fram mikilvægi hagrænna greininga á því hvað fjárfesting í íþróttastarfi skilar til samfélagsins. Afreksíþróttafólk þarf kjöraðstöðu til æfinga og keppni ef það á að hámarka sinn árangur og gegna nýir þjóðarleikvangar þar lykilhlutverki. Aðstaðan á Laugardalsvelli var skoðuð og heilsað upp á kvennalandsliðið í knattspyrnu. Jafnframt ræddi ráðherra þörfina á að endurskoða löggjöf um afreksíþróttafólk til að bæta starfsumhverfi þess og tryggja að það öðlist sömu réttindi og aðrir, t.d. er varðar almannatryggingar. Þá voru styrkir úr afreksíþróttasjóði einnig til umræðu.

Íþróttaiðkun uppfyllir bæði þörf á hreyfingu og þörf á að tilheyra samfélaginu

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra segir að íþróttir skipi stóran sess í íslensku samfélagi með snertifleti víða. „Opið samtal og samstarf milli íþróttahreyfingarinnar og stjórnvalda er lykillinn að skynsamlegri ákvörðunartöku til eflingar íþrótta í landinu.“

Rætt var um mikilvægi þess að styðja við íþróttastarf á landsbyggðinni. Ráðherra fagnar "Komdu í fótbolta" verkefni Knattspyrnusambands Íslands sem felur í sér heimsóknir til minni sveitarfélaga um land allt til að efla áhuga iðkenda og styðja við bakið á knattspyrnustarfinu á staðnum. Auka þarf þátttöku barna í viðkvæmri stöðu, barna af erlendum uppruna og aldraðra. Íþróttaiðkun uppfyllir bæði þörf á hreyfingu og þörf á að tilheyra samfélaginu.

Á myndinni hér að ofan eru þau Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri, Arnar þór Sævarsson aðstoðamaður ráðherra, Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, Lárus Blöndal forseti ÍSÍ, Erna Kristín Blöndal ráðuneytisstjóri og Óskar þór Ármannsson teymisstjóri íþrótta í mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.