Hlakkar ofboðslega mikið til að spila fyrir fulla brekku

- en ekki tóma eins og í fyrra

24.Júní'22 | 22:20
magnus_brekkusongur_2021_opf

Magnús Kjart­an Eyjólfsson á sviðinu í Herjólfsdal. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Magnús Kjart­an Eyjólfsson, söngvari og gít­ar­leik­ari Stuðlabands­ins frá Sel­fossi, mun stýra brekkusöngnum á Þjóðhátíðinni í annað sinn í ár – en í þetta sinn stefnir í að það verði fyrir framan fulla brekku. 

Í fyrra stýrði Magnús brekkusöngnum í streymi eftir að Þjóðhátíðinni var aflýst vegna kórónuveirunnar.

Í viðtali við útvarpsstöðina K100 segir Magnús að honum hafi litist vel á þetta í fyrra. „Þetta kom upp áður en það var skellt í lás og mér lýst enn betur á þetta núna,“ sagði Magnús í samtali við K100.is en hann segist hlakka ofboðslega mikið til að spila fyrir fulla brekku en ekki tóma eins og í fyrra. 

„Að fá að hafa fólk í brekkunni en ekki bara kindur. Það er talsvert skemmtilegra að spila fyrir fólk þó að kindurnar séu ágætar,“ segir Magnús glettnislega en hann segist stefna á að setja sitt mark á brekkusönginn þó hann segist ekki ætla að finna up hjólið hvað hann varðar. 

Magnús segir í viðtalinu að hann ætli að taka nokkur af þessum gömlu skyldulögum sem allir elska á sama hvaða aldri þeir eru. 

Hlusta má á allt viðtalið við Magnús Kjartan hér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...