Fyrsti makrílfarmurinn til Eyja

24.Júní'22 | 11:58
isleif_makril_240622_opf

Ísleifur VE við komuna til Eyja í morgun.. Ljósmynd/ÓPF

Ísleifur VE kom til Vestmannaeyja í morgun með fyrsta makrílfarminn á þessari vertíð til Vinnslustöðvarinnar.

Að sögn Sindra Viðarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar fóru bæði Ísleifur og Huginn út á þriðjudagskvöld að skoða svæðið hérna sunnan við Eyjar. Hann segir að einnig hafi skipin Jóna Eðvalds og Ásgrímur Halldórsson frá Skinney komið með í leitina að austan, en skipin leituðu svæðin frá Hornafirði og vestur í Grindarvíkurdýpi. 

Stór og fínn makríll

„Ekki fundu þeir mikinn makríl en eitthvað í bland við síld. Við erum að vinna þennan afla núna og lítur makrílinn vel út, stór og fínn.” segir Sindri. Hann segir Vinnslustöðina vera með um 20 þúsund tonna makrílkvóta. „Við stoppum núna yfir helgina og metum stöðuna.” segir hann að endingu.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...