Þjóðhátíðardegi fagnað í blíðskaparveðri

17.Júní'22 | 18:35
_DSC0357

Tanya Rós Jósefsdóttir Goremykina, fjallkona flutti hátíðarljóð. Ljósmyndir/Óskar Pétur Friðriksson

Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur í brakandi blíðu í dag. Hátíðardagskrá var á Stakkagerðistúni.

Hófst hún á að Hildur Rún Róbertsdóttir, formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs setti hátíðina. Lúðrasveit Vestmannaeyja spilaði. Hátíðarræðan var flutt af Geir Jóni Þórissyni. Börn af Víkinni, 5 ára deild, sungu fyrir viðstadda og fjallkonan – Tanya Rós Jósefsdóttir Goremykina flutti hátíðarljóð.

Þá kom Blítt og létt hópurinn fram og hélt Svala Guðný Hauksdóttir ávarp nýstúdents. Fimleikafélagið Rán sýndi svo Sumardans undir stjórn Guðrúnar Elfu.

Ljósmyndari Eyjar.net var bæði í skrúðgöngunni og einnig á Stakkagerðistúni í dag og smellti meðfylgjandi myndum.

Tags

17. júní

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.