Tíðindalítill túr að baki

16.Júní'22 | 11:53
vestmannaey_halkion_06_22

Vestmannaey VE á landleið í gær. Ljósmynd/TMS

Vestmannaey VE landaði fullfermi í Eyjum í gær. Aflinn var mest þorskur. 

Rætt er við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar í dag. 

„Þessi túr var óskaplega afslappaður og rólegur og í reynd tíðindalítill. Hann hentaði okkur vel að afloknum sjómannadegi. Við vorum bara tvo daga á veiðum á Pétursey og Vík og það var fínasta kropp. Þarna fékkst ágætur millifiskur stútfullur af sandsíli. Það er stoppað rúman sólarhring í landi en við förum út klukkan þrjú í dag. Í næsta túr þarf aflinn að verða blandaðri. Auðvitað mun kvóti komandi fiskveiðisárs hafa áhrif á okkur. Það er samdráttur í þorski, ufsa og karfa en hins vegar umtalsverð aukning í ýsu. Ýsuaukningin kom alls ekki á óvart enda hefur að undanförnu orðið vart við mikla ýsu víða,“ segir Birgir.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.