Uppfærð frétt

Ekjubrú Herjólfs skemmdist - tafir á áætlun

13.Júní'22 | 19:37
20220613_191958

Verið var að meta tjónið á ekjubrúnni þegar ljósmyndari Eyjar.net tók meðfylgjandi myndir. Ljósmyndir/TMS

Ekjubrú Herjólfs skemmdist í kvöld þegar ferjan var að leggja að bryggju með þeim afleiðingum að ekki er hægt að koma bifreiðum til og frá borði.

Í tilkynningu frá skipafélaginu segir að því miður sé seinkun á brottför kl. 19:30 ferðarinnar frá Vestmannaeyjum í um 20 mínútur eða svo vegna óhapps á ekjubrú ferjunnar í Vestmannaeyjum. Fram kemur að verið sé að vinna að viðgerðum og er ekki reiknað með að þetta hafi áhrif á aðrar ferðir í kvöld.

Uppfært kl. 20.15

Í nýrri tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að um búið sé að breyta áætlun á siglingum kvöldins. Verið er að vinna í viðgerðum á ekjubrú í Vestmannaeyjum.

  • Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 21:00  - Farþegar sem áttu bókað kl. 19:30 og 22:00 eiga bókað.
  • Brottför frá Landeyjahöfn kl. 23:15  - Farþegar sem áttu bókað kl. 20:45 og 23:15 eiga bókað.

„Biðjumst við afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.” segir enn fremur í tilkynningu Herjólfs. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs segir í samtali við Eyjar.net að hægt hafi verið að afferma skipið um klukkan 20 í kvöld eftir bráðabirgðaviðgerð á brúnni. „Við áætlum svo að fara frá Eyjum kl. 21 í kvöld og þá er stefnt á að klára lagfæringar á brúnni.”

20220613_191846-001

Farþegarnir bíða á bíladekkinu

20220613_191936

Tjónið metið

20220613_191942

Nokkrar plötur skemmdust við áreksturinn

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).