Þyrla sótti slasaðan ferðamann sem féll 30 metra

28.Maí'22 | 13:10
DSC_0843

Félagar úr Björgunarfélagi Vestmannaeyja undirbúa aðgerðir Í Herjólfsdal í morgun ásamt sjúkraflutningsmönnum og lögreglu. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson.

Útkall barst lögreglu og björgunarsveit fyrir hádegi í dag vegna erlends ferðamanns sem féll í skriðu í norðanverðu Dalfjalli, fyrir ofan Stafs­nes.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til aðstoðar. Að sögn Jón Braga Arnarssonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum virðist sem viðkomandi hafi skrikað fótur í skriðu fyrir ofan Stafsnes, með þeim afleiðingum að hann fellur niður um 30 metra. 

Er viðkomandi slasaður á hendi og fæti og jafnvel á mjöðm. Að sögn Jóns Braga er líðan einstaklingsins þó stöðug. Hann segir að búið sé að koma þeim slasaða um borð í þyrluna og verður flogið með hann til Reykjavíkur.

DSC_0845

Mynd/ÓPF

DSC_0846

Mynd/ÓPF

IMG_1686-001

TF-GRO flýgur yfir Eyjar í hádeginu. Mynd/TMS

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.