Risaleikur í Eyjum í dag

28.Maí'22 | 05:30
DSC_8453

Búast má við að uppselt verði á áhorfendapallana í dag. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson

Það má segja að það sé allt undir í fjórða leik ÍBV og Vals sem fram fer í dag. Eyjamenn verða að vinna til að tryggja sér oddaleik að Hlíðarenda. 

Valsmenn leiða einvígið 2-1 og geta með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.
 
Upphitun verður frá kl. 14:00 fyrir utan Íþróttamiðstöðina. Lifandi tónlist, þar sem Klaufar stíga á stokk með Bigga í Gildrunni og Siggu Guðna í fararbroddi. Þá verða grillaðir borgarar og svalandi drykkir til sölu, sjoppan verður opin og hoppukastalar fyrir krakkana, segir í tilkynningu á facebook-síðu handknattleiksdeildar ÍBV.
 
Leikurinn sjálfur hefst svo klukkan 16.00, en fyrir þá sem ekki komast að styðja strákana má benda á að Stöð 2 Sport sýnir leikinn beint.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.