Herjólfur III til Færeyja
27.Maí'22 | 13:30„Áætlað er að Herjólfur III leggi af stað til Færeyja í slipp á sunnudaginn e.h. Slippurinn heitir MEST og er í Skálar.”
Þetta segir G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar í samtali við Eyjar.net. Um er að ræða reglubundna slipptöku.
Vegagerðin og Strandferðaskip í Færeyjum hafa átt í viðræðum síðustu mánuði um mögulega samnýtingu Herjólfs III. Fram kom í frétt Vegagerðarinnar í lok síðasta árs að grunnforsenda samninga sé að Herjólfur III sé aðgengilegur ef og þegar þörf reynist á og verði þannig áfram varaferja fyrir nýja Herjólf.
Aðspurður um hvað varði stöðuna á þessu máli segir G. Pétur að verið sé að leggja lokahönd á frágang á pappírum hvað varðar leigu á ferjunni til Færeyja.
Sjá einnig: Viðræður við Færeyinga um samnýtingu Herjólfs III
Tags
Herjólfur
Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.