Stíf markaðssetning skilar fleiri ferðamönnum til Eyja

- met aprílmánuður í farþegaflutningum Herjólfs

26.Maí'22 | 09:30
20220522_110211 2

Ferðamenn á leið til Eyja á dögunum. Ljósmynd/TMS

„Herjólfur flutti í apríl 27.439 farþega sem er umtalsvert fleiri farþegar en fluttir hafa verið áður í þeim mánuði.”

Þetta segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við Eyjar.net. Hann segir að eftir erfiðan vetur með fáa farþega sé farþegum að fjölga hraðar en reiknað var með.

Tímabilið að lengjast

„Við sáum það seinasta haust að farþegafjöldi í september og október var töluvert meiri en árin á undan og núna sjáum við að farþegafjöldi í apríl er mjög góður og maí stefnir líka í að verða mjög góður í sögulegum samanburði. Tímabilið sem ferðamenn koma hingað og heimsækja okkur virðist því vera að byrja fyrr og enda seinna sem er gríðarlega jákvætt. Þessari þróun vill ég þakka stífri markaðssetningu Ferðamálasamtakanna í samstarfi við Vestmannaeyjabæ á Vestmannaeyjum, þar þarf að halda áfram og bæta í því þetta er að skila sér til samfélagsins.” segir Hörður Orri.

Aðspurður um framhaldið segir hann að sumarið leggst mjög vel í þau hjá Herjólfi. „Vel er bókað í skipið á komandi vikum og stóru viðburðirnir vel seldir. Áætlanir miðast við að farþegafjöldi muni aukast frá liðnu ári og að við munum nálgast þá farþegaflutninga þegar best lét.”

Eins og sjá má á súluritinu var apríl-mánuður mjög góður í farþegaflutningum milli lands og Eyja. 

Farþegar eftir árum        
           
Ár Janúar Febrúar Mars  Apríl  
2016 8.405 7.436 9.496 16.648  
2017 8.461 7.251 9.799 17.293  
2018 7.511 5.025 13.447 21.735  
2019 8.605 7.436 8.482 12.447  
2020 8.415 9.352 7.610 4.906  
2021 9.897 9.365 15.002 15.598  
2022 5.868 5.589 11.656 27.439  

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...