TESLA-dagurinn í Tölvun á uppstigningardag

fimmtudaginn 26.maí milli kl 13 og 16

25.Maí'22 | 16:15
tesla_ads

Eyjamenn hafa tekið vel við sér í rafbílavæðingunni. Ljósmyndir/aðsendar

Tölvun og fulltrúar TESLA á Íslandi munu verða með 4 rafbíla af gerðunum Model 3 og Model Y við Tölvun og Pósthúsið og bjóða gestum og gangandi upp á reynsluakstur í langvinsælustu rafbílunum sem framleiddir eru í dag.

Hægt er að skrá sig í prufuakstur hér...eða bara kíkja við á Strandveginn.

Á þriðja tug Teslur í Eyjum

Frá því að Tölvun kom með fyrstu Tesluna til Eyja í mars 2020 hefur fjöldi slíkra rafbíla stóraukist hér sem annars staðar á landinu. Í dag eru u.þ.b. 25 Teslur í Eyjum og nokkrar á leiðinni en TESLA á Íslandi hefur átt erfitt með að anna eftirspurn.

Eyjamenn hafa tekið vel við sér í rafbílavæðingunni og segir Davíð í Tölvun “ef ekki hér í Eyjum, hvar þá?”  … ætti fólk að nota rafbíla.

Samkvæmt tölum Samgöngustofu eru skráðir 93 rafmangsbílar á Eyjunni grænu og 276 tengiltvinn bílar, en heildarfjöldi bifreiða er 2.651, þannig að við eigum samt töluvert langt í land.

Hleðslustöðvar í Eyjum

Helst setja menn fyrir sig hleðslu- og drægnikvíða, en hér þarf enginn að óttast það að verða rafmagnslaus. Tölvun hefur frá árinu 2020 boðið ferðalöngum jafnt sem heimamönnum upp á fría hleðslu á 3 hleðslustöðvum við Strandveg 50.

Vestmannaeyjabær hefur boðið upp á eina fría stöð við Hótel Vestmannaeyjar auk þriggja Teslustöðva við afgreiðslu Herjólfs og í lok árs 2020 fékk Vestmannaeyjabær styrk upp á 6 milljónir til að koma upp hleðslustöðvum við 7 af stofnunum bæjarins.

Þess má geta að Tölvun hefur á eigin kostnað sett upp sínar stöðvar.

Tilvalið að lyfta sér upp og skoða nýjustu tækni í rafbílavæðingunni

Þá eru þónokkrar hraðhleðslustöðvar á leiðinni milli Landeyja og Reykjavíkur. Má þar nefna Hveragerði, Selfoss, Hellu og Hvolsvöll.

Á Hvolsvelli eru komnar upp 3, af 8 ofurhraðhleðslustöðvum (250kW) frá TESLA og finna má slíkar stöðvar á Klaustri, Höfn, Egilsstöðum, Akureyri, Staðarskála og í höfuðborginni.

Á uppstigningardaginn er því tilvalið að lyfta sér upp og skoða nýjustu tækni í rafbílavæðingunni óumflýjanlegu, en kynningin er milli kl. 13 og 16 við Tölvun.

Tags

Tesla

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.