TESLA-dagurinn í Tölvun á uppstigningardag
fimmtudaginn 26.maí milli kl 13 og 16
25.Maí'22 | 16:15Tölvun og fulltrúar TESLA á Íslandi munu verða með 4 rafbíla af gerðunum Model 3 og Model Y við Tölvun og Pósthúsið og bjóða gestum og gangandi upp á reynsluakstur í langvinsælustu rafbílunum sem framleiddir eru í dag.
Hægt er að skrá sig í prufuakstur hér...eða bara kíkja við á Strandveginn.
Á þriðja tug Teslur í Eyjum
Frá því að Tölvun kom með fyrstu Tesluna til Eyja í mars 2020 hefur fjöldi slíkra rafbíla stóraukist hér sem annars staðar á landinu. Í dag eru u.þ.b. 25 Teslur í Eyjum og nokkrar á leiðinni en TESLA á Íslandi hefur átt erfitt með að anna eftirspurn.
Eyjamenn hafa tekið vel við sér í rafbílavæðingunni og segir Davíð í Tölvun “ef ekki hér í Eyjum, hvar þá?” … ætti fólk að nota rafbíla.
Samkvæmt tölum Samgöngustofu eru skráðir 93 rafmangsbílar á Eyjunni grænu og 276 tengiltvinn bílar, en heildarfjöldi bifreiða er 2.651, þannig að við eigum samt töluvert langt í land.
Hleðslustöðvar í Eyjum
Helst setja menn fyrir sig hleðslu- og drægnikvíða, en hér þarf enginn að óttast það að verða rafmagnslaus. Tölvun hefur frá árinu 2020 boðið ferðalöngum jafnt sem heimamönnum upp á fría hleðslu á 3 hleðslustöðvum við Strandveg 50.
Vestmannaeyjabær hefur boðið upp á eina fría stöð við Hótel Vestmannaeyjar auk þriggja Teslustöðva við afgreiðslu Herjólfs og í lok árs 2020 fékk Vestmannaeyjabær styrk upp á 6 milljónir til að koma upp hleðslustöðvum við 7 af stofnunum bæjarins.
Þess má geta að Tölvun hefur á eigin kostnað sett upp sínar stöðvar.
Tilvalið að lyfta sér upp og skoða nýjustu tækni í rafbílavæðingunni
Þá eru þónokkrar hraðhleðslustöðvar á leiðinni milli Landeyja og Reykjavíkur. Má þar nefna Hveragerði, Selfoss, Hellu og Hvolsvöll.
Á Hvolsvelli eru komnar upp 3, af 8 ofurhraðhleðslustöðvum (250kW) frá TESLA og finna má slíkar stöðvar á Klaustri, Höfn, Egilsstöðum, Akureyri, Staðarskála og í höfuðborginni.
Á uppstigningardaginn er því tilvalið að lyfta sér upp og skoða nýjustu tækni í rafbílavæðingunni óumflýjanlegu, en kynningin er milli kl. 13 og 16 við Tölvun.
Tags
TeslaMá bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.