Starfshópur skipaður um framtíðarsýn í öldrunarþjónustu

25.Maí'22 | 11:58
eldri_borgara_felag_ve_leb.is

Spilakvöld eldri borgara í Eyjum. Ljósmynd/leb.is

Öldrunarþjónusta Vestmannaeyjabæjar var til umfjöllunar á síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja.

Fjölskyldu- og tómstundaráð lagði til á fundinum að stofnaður verði starfshópur sem vinna á drög að heilstæðri framtíðarsýn um öldrunarmál í Vestmannaeyjum. Fyrir liggur áhersluþættir og stefna í öldrunarþjónustu 2019 - 2022. Vinna starfshópsins mun því nýtast vel við endurnýjun á nýrri stefnu í öldrunarþjónustu.

Hópurinn skal vinna náið með öllum hagaðilum og er áætlað að skila fyrstu drögum í október í ár.

Hópinn skipa Kolbrún Rúnasdóttir, deildarstjóri stuðningsþjónustu, Ragnheiður Lind Geirsdóttir, deildarstjóri í dagdvöl aldraðra, Sólrún Erla Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi og fyrrverandi deildarstjóri öldrunarþjónustu og Thelma Rós Tómasdóttir, verkefnastjóri öldrunarþjónustu.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.