Ásmundur Friðriksson skrifar:
Ólafur Elíasson gerir minnisvarða í Eyjum
25.Maí'22 | 10:35Í gær flutti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þingsályktunartillögu um minnisvarða um eldgosið á Heimaey.
Þar kemur fram að Alþingi álykti að tilefni þess að árið 2023 eru liðin 50 ár frá Heimaeyjargosinu verði forsætisráðherra falið að skipa nefnd til að undirbúa kaup á minnisvarða um þann sögulega atburð. Undirbúningsnefndin skal skipuð fimm fulltrúum og skulu tveir skipaðir samkvæmt tilnefningu bæjarstjórnar Vestmannaeyja, tveir af Alþingi og einn án tilnefningar og skal viðkomandi vera formaður nefndarinnar. Undirbúningsnefndin skal fyrir lok ágúst 2022 leggja fram tillögu fyrir forsætisráðherra til samþykktar. Að fengnu samþykki skal nefndin annast frekari undirbúning fyrir uppsetningu og afhjúpun minnisvarðans sumarið 2023.
Forsætisráðherra og bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum Íris Róbertsdóttir undirrituðu viljayfirlýsingu september 2021 um samvinnu og undirbúning viðburða í tilefni goslokaafmælisins. Vestmanneyjabær hefur samið við Stúdíó Ólafs Elíassonar um hugmyndavinnu fyrir minnisvarða og ríkisstjórn Íslands veitt styrk til verkefnisins.
Tillagan flutt í þriðja sinn
Ég er afar sáttur við samráð forsætisráðherra við undirritaðan og að tillaga forsætisráðherra byggir á þingsályktunum um sama efni og ég lagði fram á Alþingi á 151. og 152 löggjafarþingi. Í þeim þingsályktunum var gert ráð fyrir að við minntumst að 60 ár verða liðin frá upphafi Surtseyjargoss og 50 ár frá. Í mínum huga eru það einstök tímamót sem ekki verða slitin í sundur.
Forsætisráðherrar Norðurlanda í Eyjum
Að höfðu samráði forsætisráðherra við forsætisnefnd Alþings og þingflokksformenn þykir fara vel á því að nefnd með fulltrúum Alþingis, Vestmannaeyjabæjar og forsætisráðherra fylgi fyrrgreindum undirbúningi kaupa á minnisvarða eftir. Þá mun forsætisráðherra og bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar huga í sameiningu að undirbúningi viðburða í tilefni goslokaafmælis í samræmi við viljayfirlýsingu þess efnis. Þeirra á meðal verður fundur forsætisráðherra Norðurlandanna sem haldinn verður í Vestmannaeyjum seinni hluta júnímánaðar 2023 og kemur til álita að afhjúpa minnisvarðann að þeim viðstöddum.
Ólafur heimsþekktur listamaður
Það eru spennandi tímar fram undan og mikilvægt að þessi merkilegu tímamót verði til að efla ferðaþjónustuna í Vestmannaeyjum, mannilíf og sögu Eyjanna. Samstarfið við Ólaf Elíassonar gefur tóninn fyrir því að útkoman verði góð. Ólafur er heimsþekktur listamaður og það að listaverk eftir hann muni verða minnisvarði þessara merku tímamóta eitt og sér tryggir áhuga ákveðins hóps ferðamanna sem eiga eftir að fjölga í flóru ferðamanna til Vestmannaeyja á komandi árum.
Ásmundur Friðriksson alþingismaður.
Höfundur: Ásmundur Friðriksson.
F. í Reykjavík 21. jan. 1956. For.: Friðrik Ásmundsson (f. 26. nóv. 1934) skipstjóri og skólastjóri og Valgerður Erla Óskarsdóttir (f. 24. maí 1937). M. Sigríður Magnúsdóttir (f. 26. jan. 1958) matráður. For.: Magnús G. Jensson og Kristín Guðríður Höbbý Sveinbjörnsdóttir. Börn: Ása Hrönn (1982), Erla (1984), Magnús Karl (1991). Sonur Ásmundar og Sigurlaugar Sigurpálsdóttur: Friðrik Elís (1975). Stjúpdóttir, dóttir Sigríðar: María Höbbý Sæmundsdóttir (1977).
Gagnfræðapróf Skógaskóla 1973.
Stundaði netagerð og sjómennsku 1970-1972. Vann við hreinsun Heimaeyjar sumarið 1973. Verkstjóri hjá Viðlagasjóði við hreinsun og endurreisn og uppgræðslu Heimaeyjar 1974-1978. Framleiðslu- og yfirverkstjóri hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja 1978-1986. Sjálfstætt starfandi blaðamaður 1980-2003. Framkvæmdastjóri Samkomuhúss Vestmannaeyja 1986. Rak fiskvinnslufyrirtækið Kútmagakot ehf. 1988-2003. Framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Keflavíkur 2004. Verkefnastjóri Ljósanætur 2006. Verkefnastjóri í atvinnu- og menningarmálum hjá Reykjanesbæ 2008. Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Garðs 2009-2012.
Í þjóðhátíðarnefndum Vestmannaeyja 1974-1996. Formaður handknattleiksdeildar Þórs 1974-1978. Formaður Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna, 1981-1984. Í stjórn SUS 1983-1987. Í flokksráði Sjálfstæðisflokksins og í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Eyjum 1982-1986.Formaður íþrótta- og tómstundaráðs Vestmannaeyja 1982-1986. Formaður ÍBV 1994-1999. Formaður knattspyrnudeildar ÍBV 1999-2002. Stofnandi og formaður hollvinasamtaka Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði, NLFÍ, 2005-2011. Í stjórn Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ 2007-2008. Stofnandi Lista- og menningarfélagsins í Garði 2009. Stjórnandi listaverkefnisins Ferskir vindar í Garði 2010. Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Garði frá 2012.
Alþm. Suðurk. síðan 2013 (Sjálfstæðisflokkur).
Atvinnuveganefnd 2013-, velferðarnefnd 2013-.
Ritstjóri: Fylkir, málgagn sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum (1986-1988).
Heimsmet í eymd
1.September'21 | 09:31Orkan og tækifæri komandi kynslóða
25.Ágúst'21 | 10:28Minning: Bragi Júlíusson
1.Júlí'21 | 06:56Á staðnum með fólkinu
24.Maí'21 | 22:19Gerum flott prófkjör!
4.Maí'21 | 14:22Geldingadalur tækifæri nýrra starfa á Suðurnesjum
1.Apríl'21 | 10:03Minning: Þórður Magnússon
18.Mars'21 | 07:30Minning: Ingimar Ágúst Guðmarsson
16.Janúar'21 | 11:51Minning: Páll Árnason
15.Janúar'21 | 10:15Á að loka framtíðina inni?
15.Desember'20 | 07:45
Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.