Merkúr í þriðja sæti í Wacken Metal Battle

25.Maí'22 | 07:45
merkur_ads

Hljómsveitin Merkúr. Ljósmynd/aðsend

Hljómsveitin Merkúr náði á dögunum eftirtektaverðum árangri í alþjóðlegu þungarokkskeppninni Wacken Metal Battle.

„Við strákarnir tókum þátt í keppni sem heitir Wacken Metal Battle þar sem við lentum í 3. sæti. WMB er keppni sem er haldin í yfir 30 löndum og fær sú hljómsveit sem vinnur þessa keppni ferð út til þýskalands til þess að spila á Wacken hátíðinni.” segja þeir félagar í samtali við Eyjar.net, en bandið skipa þeir Arnar Júlíusson (gítar og söngur), Trausti Mar Sigurðarson, (gítar og söngur), Mikael Magnússon, (trommur) og Birgir Þór Bjarnason, (bassi). Hljómsveitin var stofnuð árið 2017 með það markmið að endurlífga þungarokks senuna í Vestmannaeyjum.

Wacken open air er stærsta þunga- og jaðar-rokk hátíð í heimi sem haldin er í Þýskalandi á hverju ári. Það er því mikill heiður að fá 3. sætið í þessari keppni. 

„Alls sóttu 19 hljómsveitir um að fá að koma fram á WMB í ár og aðeins 7 komust inn og sýnir það bara hvað þungarokkið er að blómstra mikið hér á landi. Ef þessi keppni er borin saman við músíktilraunir sem flestir þekkja, þá sóttu 23 sveitir um í músíktikraunum og er sú keppni opin fyrir alla en Wacken er aðeins opið fyrir þungarokki.

Það er kraftur í rokkinu og við eyjapeyjarnir í Merkúr erum auðvitað hæst ánægðir að vera partur af þessari byltingu.” segja þessir efnilegu tónlistarmenn, sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni.

Merkúr í Mannlíf og sögu.
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.