Vel sóttir afmælistónleikar í Eldheimum

22.Maí'22 | 12:52
DSC_0146

Hálft í hvoru á sviði í Eldheimum í gær. Ljósmyndir/Óskar Pétur Friðriksson

Gísli Helgason tónlistarmaður, varð sjötugur í síðasta mánuði og að því tilefni hélt Hálft í hvoru tónleika í Eldheimum í gærkvöldi. 

Hálft í hvoru og gestir Eldheima sungu afmælissönginn fyrir Gísla og síðan tóku þeir félagar við og sungu sín lög og annarra. Fram kom að Hálft í hvoru hefðu byrjað að spila í Mylluhól í Höllinni þegar sá staður opnaði 11. maí 1984.

Ástæða þess að þeir voru ráðnir að spila við opnunina var sú að þeir höfðu verið að spila hér stuttu áður og þegar þeir flugu til Reykjavíkur daginn eftir í lítilli flugvél í miklu óveðri. Flugvélin lét illa í loftinu og menn töldu daga sína alla og vélin myndi farast á leiðinni suður. Ásmundur Friðriksson sem rak Samkomuhúsið á þessum tíma sat fyrir framan Hálft í hvoru í flugvélinni, eftir einhver ólæti í vélinni snéri hann sér aftur og sagði við strákana: „Ef við komust lífs af úr þessari flugferð þá spilið þið við opnun Mylluhóls.” 

Allir lifðu flugferðina af og Hálft í hvoru spiluðu við opnun Mylluhóls. Þar byrjaði ótrúlegt ævintýri hjá hljómsveitinni og spiluðu þeir mjög oft á Mylluhól. Svo oft að margir á fastalandinu töldu að Hálft í hvoru væri hljómsveit frá Eyjum.

Hljómleikarnir í Eldheimum voru vel sóttir og leikin voru ýmis lög. Þar á meðal vinsæl lög hljómsveitarinnar, þjóðhátíðarlögin þeirra og lög Oddgeirs Kristjánssonar.

DSC_0157

Gísli brosir til áhorfenda.

DSC_0162

Hálft í hvoru.

DSC_0170

Afmælisbarnið með flauturnar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.