Georg Eiður Arnarson skrifar:
I am the eggman...
22.Maí'22 | 22:55...kemur fram í texta Bítlanna við lagið I Am The Valrus en konan mín kallar mig þetta stundum í maí mánuði enda mikið tínt af eggjum.
Það mun hafa verið hjá mér á þrettánda ári sem ég tíndi mitt fyrsta egg og var ég þá í pössun hjá frænku minni sem notaði eggið til þess að baka úr því dýrindis pönnukökur og þar með var ég fallinn, þannig að það eru 45 ár í ár síðan ég byrjaði á þessu eggjabrölti
Næstu 24 árin eftir fyrsta eggið stundaði ég eggjatöku í Duftþekjunni af miklu kappi.
Eftir það fór ég að hægja á mér, en hef alltaf verið að taka í kring um 200 egg á ári, en á síðasta ári kom strákurinn minn, Svavar Þór, með mér í þetta og tíndum við þá ca. 600 egg. Í ár var það slegið hressilega og fórum við vel yfir 800 egg, en mig langar að þakka, að gefnu tilefni, öllum þeim sem komið hafa og keypt af okkur egg, en þau eru núna einfaldlega uppseld, enda tek ég alltaf ákveðin svæði til þess að tryggja að eggin mín séu 99% örugg og reyni eins og ég mögulega get að taka ekki stropuð egg.
Kærar þakkir allir og vonandi verður heilsan þannig að maður getur farið í egg á næsta ári.
Höfundur: Georg Eiður Arnarson
Georg Eiður Arnarson, fæddur 1964, af Skjaldbreiðarætt. Foreldrar Margrét H. Júlíusdóttir og Örn W. Randrup, giftur Matthildi Maríu Tórshamar, 4 börn, 1 hundur og 2 kettir, trillu útgerðarmaður.
Áhugamaður um allt sem tengist sjávarútvegi, náttúru og atvinnumálum. Missi helst ekki af heimaleik hjá ÍBV á sumrin og er aðeins farinn að fikta við sjóstangaveiði.
Gleðilegt sumar
17.Apríl'22 | 15:59Framboð eða ekki framboð?
2.Apríl'22 | 14:43Flokkur fólksins í Vestmannaeyjum
27.Mars'22 | 20:55Verbúðin
27.Febrúar'22 | 21:302021 gert upp
8.Janúar'22 | 22:25Gæludýraeigandinn ég
31.Desember'21 | 15:50Fátæktarskömmin
21.Desember'21 | 22:18Lundasumarið 2021
3.Október'21 | 21:59Þakkir og kosningar 2021
27.September'21 | 12:37Kvótann heim
20.September'21 | 22:12Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.