Fróðlegur fræðslufundur um lykilinn að langlífi

18.Maí'22 | 14:50
eldri_borgarar_fundur_vestm_fb

Frá fundinum. Ljósmynd/vestmannaeyjar.is

Fjölþætt heilsuefling í Vestmannaeyjum 65+, oft nefnt Janusarverkefnið bauð þátttakendum framhaldshópsins og gestum til fræðslufundar í gær.

Helga Arnardóttir dagskrágerðarkona hélt þar fróðlegan og skemmtilegan fyrirlestur sem ber nafnið: „Lifum lengur, hver er lykilinn að langlífi?“.

Helga leitaði út fyrir landsteinana við rannsókn á langlífi í vönduðum heimildaþáttum um heilbrigt líferni. Hún heimsótti langlífustu svæði heims sem kallast Blue Zone eða bláu svæðin. Fundurinn var vel sóttur og voru þátttakendur mjög ánægðir með fróðleikinn sem eftir sat, segir í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar.

Þar segir enn fremur að fræðsluerindi um heilsutengda þætti séu hluti af verkefninu Fjölþætt heilsuefling í Vestmannaeyjum 65+. Fræðslan er hugsuð til að styðja við heilsutengdar forvarnir og auka vægi heilsulæsis og sjálfbærni.

Fjölþætt heilsuefling í Vestmannaeyjum 65+ er markviss heilsurækt fyrir eldri einstaklinga (65 ára og eldri) í samstarfi við dr. Janus Guðlaugsson íþrótta- og heilsufræðing og lektor við Háskóla Íslands. Hægt er að lesa um verkefnið og sækja um þátttöku á heimasíðu Janus heilsuefling.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.