Segir lundann vera seinna á ferð í Eyjum

17.Maí'22 | 07:16
DSC_7570

Myndin er tekin í vor þegar lundinn var ný sestur upp í Eyjum. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson

Erp­ur Snær Han­sen, for­stöðumaður Nátt­úru­stofu Suður­lands, seg­ir lund­ann í Vest­manna­eyj­um vera seinna á ferð en hann hef­ur verið í ára­tugi.

Þetta kemur fram á fréttavefnum mbl.is nú í morgun. Þar er haft eftir Erpi Snæ að lund­inn sé óvenju­lega seinn í Eyj­um og ein­kenni­lega lítið af fugli uppi, eitt­hvað sem menn hafa ekki séð í ára­tugi. „Hvað það þýðir veit ég ekki,“ seg­ir Erp­ur í sam­tali við Morg­un­blaðið. „Ég var hrædd­ur um að það væri kom­in fuglaflensa, hún er orðin mjög slæm hjá súl­unni. Við greind­um tvo lunda um dag­inn sem fund­ust dauðir en þeir voru ekki með fuglaflensu.“

Erp­ur seg­ir að ekki hafi rekið á land mikið magn af dauðum lund­um en nóg sé af síli og ættu fugl­an­ir því að hafa nóg fæði. Hann von­ast til þess að fuglaflens­an sé á und­an­haldi. Erp­ur seg­ist mikið spurður hvað þetta þýði fyr­ir veiðar á lund­an­um.

Erpur mælir með hóf­samri veiði sam­hliða sölu­banni. Nánar má lesa um málið hér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).