Bæjarstjórnarkosningar í sögulegu samhengi

Leita þarf aftur til 1978 til að finna minni stuðning við Sjálfstæðisflokkinn - Eyjalistinn aldrei fengið færri atkvæði

16.Maí'22 | 15:14
kjorka_innsigli

Bæjarbúar kusu sér nýja bæjarstjórn um helgina. Ljósmynd/TMS

Það er fróðlegt að skoða kosningaúrslit helgarinnar í Vestmannaeyjum og setja þau í sögulegt samhengi.

Ef tölurnar eru rýndar kemur í ljós að H-listinn er eina framboðið sem bætir við sig fylgi. Fara úr 888 atkvæðum árið 2018 í 931 atkvæði, auka við sig um 43 atkvæði. E-listinn fékk um helgina 526 atkvæði, en fengu fyrir fjórum árum 528 atkvæði.

Þessi niðurstaða þýðir að aldrei hafi færri kosið Eyjalistann frá stofnun listans og forvera hans, Vestmannaeyjalistans sem bauð fyrst fram árið 1994. Það sem gerir málið enn áhugaverðara er að Eyjalistinn hefur verið í meirihlutasamstarfi við H-listann sem bætir við sig atkvæðum frá síðustu kosningum.

Það er fleira merkilegt í tölum helgarinnar. D-listi sjálfstæðismanna fékk nú 1.151 atkvæði sem eru færri atkvæði en í kosningum árið 2018 þegar hann fékk 1179. Það þarf að leita aftur til ársins 1978 til að finna verri niðurstöðu þar á bæ, en það ár fékk flokkurinn 891 atkvæði undir forystu Arnars Sigurmundssonar. Það kjörtímabil mynduðu A-listi Jafnaðarmanna, B-listi Framsóknarflokks og G-listi Alþýðubandalags meirihluta.

Prósentulega séð fékk D-listi síðast lægra hlutfall árið 1986 eða 43,95% en þá aðeins fleiri atkvæði 1.158. Árið 1978 var það 38,49% og 891 atkvæði.

Páll Magnússon, nýr oddviti H-listans greindi frá því um helgina að viðræður séu að hefjast milli samstarfsflokkana frá nýliðnu kjörtímabili, Það er H og E-lista. Líklegast má telja að þeir flokkar myndi saman meirihluta áfram í Eyjum, undir forystu Írisar Róbertsdóttur.

 

Tags

X2022

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).