Boðið upp á rútuferðir á leik Vals og ÍBV

16.Maí'22 | 14:11
DSC_8298

Það má býast við góðum stuðningi áhorfenda á fimmtudaginn kemur. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson

Handknattleiksdeild ÍBV býður upp á rútuferðir á fyrsta leik strákanna gegn Val í úrslitaeinvígi liðanna.

Leikurinn fer fram í Origo-höllinni á Hlíðarenda kl.19:30, fimmtudaginn 19.maí. Miðasala er hafin á miðasöluappinu Stubbur.
 
Farið er með 14:30 ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum og heim með 23:15 ferðinni, A.T.H Herjólfur bíður eftir hópnum. Stuðningsmannahittingur verður kl.17:00 á Ölhúsinu. Viktor rakari býður enn og aftur upp á grillaða borgara á meðan birgðir endast og við keyrum stemninguna í gangi fyrir leik. Farið frá Ölhúsinu uppúr kl. 18:30.
 
Miðinn í rútuna kostar 4.000 kr.- á mann (2.000 kr á legginn) en svo fá þeir sem koma í rútuferðina frítt far í Herjólf í boði Herjólfs ohf! Aðili frá okkur verður í Herjólfsafgreiðslunni fyrir brottför og afhendir miðana. Greitt á staðnum, verðum með posa, segir í tilkynningu frá ÍBV. A.T.H. börn 15 ára og yngri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.
 
Vinsamlegst fyllið út eftirfarandi þetta form til að skrá ykkur í rútuferðina. Mikilvægt að skrá sig strax svo hægt sé að áætla fjöldann.
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).