Sveitarstjórnarkosningar 2022:

Lokatölur: Meirihlutinn heldur

15.Maí'22 | 00:32
kjorkassi_stor

LJósmynd/TMS

Nú liggja fyrir loktölur í kosningu til sveitarstjórnar í Vestmannaeyjum. Tíðindi næturinnar eru að meirihluti Eyjalistans og H-listans heldur. 

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig manni þrátt fyrir að fá færri atkvæði en fyrir fjórum árum, sem helgast af því að bæjarfulltrúum var fjölgað úr sjö í níu. Fyrir Heimaey halda sínum þremur mönnum, en Eyjalistinn bætir við sig manni - fer úr einum í tvo.

Kjörsókn var 80,9% (2657 atkvæði) og skiptust atkvæðin þannig að Sjálfstæðisflokkurinn fékk 1.151 atkvæði (44,1%), Fyrir Heimaey fékk 931 atkvæði (35,7) og Eyjalistinn fékk 526 atkvæði (20,2%).

Ný bæjarstjórn lítur svona út:

  • Eyþór Harðarson - D
  • Páll Magnússon - H
  • Hildur Sólveig Sigurðardóttir - D
  • Njáll Ragnarson - E
  • Jóna Sigríður Guðmundsdóttir - H
  • Gísli Stefánsson - D
  • Íris Róbertsdóttir - H
  • Margrét Rós Ingólfsdóttir - D
  • Helga Jóhanna Harðardóttir - E

Á kjörskrá: 3.283
Kjörsókn: 2.657 (80,9%)

Talin atkvæði: 2.657 (100,0%)
Auð: 31 (1,2%); Ógild: 18 (0,7%)

Tags

X2022

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.