Bæjarbúar kjósa nýja bæjarstjórn í dag

14.Maí'22 | 09:20
20220514_090006

Jóhann Pétursson, formaður yfirkjörstjórnar í dyragættinni við opnun kjörstaðar í morgun. Ljósmynd/TMS

Í dag ganga landsmenn að kjörborðinu og kjósa sér fulltrúa til að stýra sveitarfélögunum næstu fjögur árin.

Í Eyjum hófst kjörfundur klukkan 9:00 í morgun. Jóhann Pétursson, formaður yfirkjörstjórnar hrópaði þá venju samkvæmt fyrir utan kjörstað að kjörfundur væri hafinn. Fljótlega upp úr því komu fyrstu kjósendur á kjörstað. 

Á kjörskrá í Vestmannaeyjum eru alls 3.283. 1.717 karlmenn og 1.566 kvenmenn. Til samanburðar voru 3.162 á kjörskrá í Eyjum árið 2018.

Kjörfundurinn er í Barnaskólanum. Inngangar eru um norður- og suðurdyr. Aðgengi fyrir fatlaða er um norðurdyr. Kjörfundi lýkur kl. 22:00 í kvöld.

Bænum er skipt þannig í tvær kjördeildir:

  • Í 1. kjördeild kjósa þeir, sem skráðir voru með lögheimili 6. apríl 2022 við Ásaveg til og með Hásteinsvegi auk þeirra,sem eru óstaðsettir í hús og þeirra sem búa erlendis og njóta kosningaréttar á Íslandi.
  • Í 2. kjördeild kjósa þeir, sem skráðir voru með lögheimili 6. apríl 2022 við Hátún til og með Ægisgötu, auk þeirra, sem búa að Hraunbúðum og húsum er bera bæjarnöfn.

Kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskírteini getur átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag eru á kjörstað í Barnaskólanum. Talning atkvæða verður í sal Barnaskólans og hefst talning að loknum kjörfundi kl. 22:00.

Er fólk hvatt til að nýta kosningarétt sinn.

Tags

X2022

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.