Örn Friðriksson skrifar:
Það er gott að geta vaknað glaður
13.Maí'22 | 19:03Á morgun laugardag göngum við til bæjarstjórnarkosninga hér í Vestmannaeyjum sem og annarstaðar á landinu.
Þá reynir á kunnáttu einstaklingsins og rökhugsun til að velja það sem hentar hans hagsmunum og heildarinnar. Framboðin þrjú hafa birt stefnu sína í þeim málefnum sem þau telja brýnust og þjóna þeim tilgangi að kjósendur hrífist nægjanlega til að greiða þeim atkvæði. Auðvitað á kjósandinn að fylgja því framboði sem hefur þann boðskap sem þjónar honum best og því samfélagi sem hann lifir í. Unga fólkið með börn á leikskóla aldri og grunnskóla aldri, velur það framboð sem býður bestu þjónustuna að hans mati svo dæmi sé tekið.
Við hjá Fyrir Heimaey höfum birt okkar boðskap sem borinn hefur verið í öll hús hér í bæ. Þar er farið yfir það hvernig við sjáum framtíðina fyrir okkur og hverju við höfum áorkað á því kjörtímabili sem nú er á enda.
Það er von okkar að þú kjósandi góður sjáir þér fært að kynna þér það sem Fyrir Heimaey hefur áorkað og ætlar sér að gera á næstu fjórum árum fáum við umboð þitt. Á kjörtímabilinu höfum við komið í framkvæmd yfir 90% af kosningaloforðum, við erum framboð sem stöndum við það sem við stefnum að. Rekum ábyrga fjármálastefnu og vitum það að okkar hlutverk er þjónustustarf fyrir samfélagið. Betri Eyjar - fyrir alla, minna þras - meiri gleði.
Það er gott að geta vaknað glaður með það samfélag sem maður býr í.
X við H er lykillinn að hamingjusömu samfélagi í Vestmannaeyjum fyrir alla.
Örn Friðriksson

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.