Simbabveskur landsliðsmaður til ÍBV

13.Maí'22 | 11:44
kundai-mynd

Kundai Benyu

Simbabveski landsliðsmaðurinn Kundai Benyu hefur skrifað undir samning við ÍBV og mun koma til með að leika með liðinu út tímabilið 2023. Kundai kemur til liðsins frá Vestra þar sem hann lék við góðan orðstír á síðustu leiktíð, hann er 24 ára gamall miðjumaður.

Þrátt fyrir að leika með simbabveska landsliðinu þá er Kundai fæddur og uppalinn á Englandi en hann hefur að mestu leikið með liðum í ensku deildunum, má þar nefna Ipswich og Charlton meðal liða sem hann hefur verið á mála hjá. Hann var einnig leikmaður Helsingborg á sama tíma og Andri Rúnar Bjarnason, ásamt því að vera þrjú tímabil á mála hjá skoska stórliðinu Celtic.

Kundai hefur leikið fimm leiki fyrir simbabveska landsliðið og er hann mjög spenntur að komast til Vestmannaeyja og hefja leik með liðinu í þeirri Bestu.

ÍBV vill bjóða Kundai velkominn til liðsins og hlökkum við mikið til samstarfsins.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).