Arnar Gauti Egilsson, Aníta Óðinsdóttir og Valur Smári Heimisson skrifa:

Mikilvægt að vinna markvisst að fjölgun starfa í Vestmannaeyjum og styðja þar með við störf án staðsetningar

13.Maí'22 | 10:05
Valur smári, Aníta, Arnar

Valur Smári Heimisson, Aníta Óðinsdóttir og Arnar Gauti Egilsson.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að ráðuneytum og stofnunum þeirra verði falið að skilgreina störf og auglýsa þau án staðsetningar eins og kostur er, þannig að búseta hafi ekki áhrif við val á starfsfólki. 

Stefna ríkisins í byggðamálum skv. byggðaáætlun er ætlað að stuðla að jákvæðri þróun byggða og að efla samkeppnishæfni þeirra sem og landsins alls. Meginmarkmið byggðaáætlunarinnar er að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðarlaga um land allt.

Ef það er eitthvað sem við getum lært af faraldrinum sem við höfum átt við sl. tvö ár þá eru það tækifærin sem við sjáum til að starfa á ólíkum starfsstöðvum. Það er alveg ljóst að tækifærin eru svo sannarlega til staðar hérna í Vestmannaeyjum þar sem við búum yfir ódýrum og góðum húsnæðiskosti til þess að hýsa frekari störf. Fjarskipti hafa opnað möguleika á fleiri fjarvinnslustörfum síðstu misseri og mikilvægt er að því verði haldið við með ákveðinni viðhorfsbreytingu og aðhaldi frá Vestmannaeyjabæ. Það er nefnilega líka til menntað fólk úti á landi sem er tilbúið að takast á við krefjandi störf. Auk þess er ákveðið réttlæti fólgið í því að fólk eigi, hvar sem það býr á landinu, aðgang að þeim störfum sem hægt er í rauninni að vinna hvar sem er.

10% allra auglýstra starfa án staðsetningar 2024

Markmið og lýsing ríkisins í byggðamálum skv. byggðaáætlun er m.a. að ráðuneyti og stofnanir skilgreini störf sem geta verið án sérstakrar staðsetningar þannig að búseta hafi ekki áhrif við val á starfsfólki og að 10% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnunum þeirra verði án staðsetningar árið 2024. Við teljum að við eigum að geta gert betur en það.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra hefur m.a. sýnt vilja í verki með því að ætla auglýsa nær öll störf sem verða í nýju ráðuneyti án staðsetn­ing­ar. Ráðuneytið er fyrsta rík­is­stofn­un­in til að gefa skýrt út að nær öll störf verði án staðsetn­ing­ar. Auk þess hefur Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra gefið það út að sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum verði áfram í Vestmannaeyjum og mun hann fara í það að styrkja enn frekar embætti Sýslumannsins hérna í Vestmannaeyjum með fjölgun þjónustustarfa. Auk þess mun hann efla enn frekar embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum.

Við viljum fylgja þessum áformum eftir sem lið í því að fá fjölbreyttari atvinnustarfsemi til Vestmannaeyja sem styrkir samfélagið í heild!

 

Arnar Gauti Egilsson, 13. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

Aníta Óðinsdóttir, 17. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

Valur Smári Heimisson, , 15. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).