Elís Jónsson skrifar:

Láttu ekki plata þig og kjóstu rétt!

13.Maí'22 | 16:02
elis_ads_22

Elís Jónsson

Jæja þá er komið að því að kjósa... var eitt sinn ritað og varað við því að kjósa D og H lista. Þessir tveir listar eru þeir sem skiptu út fólki sínu í stjórn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. 

Ég er jafnframt talsmaður prófkjörs og höfðu báðir þessir listar væntingar um prófkjör þó einungis annar listinn, því miður hafi náð að halda prófkjör.

Í flestum tilfellum er að finna mjög hæft og gott fólk á þeim þremur listum sem bjóða fram og í raun aðdáunarvert að sjá allt þetta flotta fólk. Eftirsóknarverðir eiginleikar frambjóðenda, fólks í ráðum og nefndum er að mínu mati fyrst og fremst heiðarleiki, auðmýkt og umburðarlyndi.

Hroki, óheiðarleiki og lítilsvirðing eru eiginleikar sem mér líkar mjög illa við. Svo nokkur dæmi séu tekin og því miður af nægu að taka. Að flissa af tillögum starfsmanna, telja sig geta siglt nýrri ferju fyrir það eitt að hafa skipstjórnarréttindi og telja sig trú um að þurfa bara fylgjast með nokkrar ferðir og þá sé þetta komið enda auðvitað bara að sigla frá A til B. Maður komi í manns stað og það sé best að segja öllum upp og ráða uppá nýtt, enda oftar en einu sinni sagt að það þurfi bara áhöfn og olíu er viðhorf sem mér finnst mjög slæmt og baneitrað.

Ég hræðist litla kjörsókn og hvet íbúa í Vestmannaeyjum til að nýta rétt sinn og um leið kjósa rétt. Að starfa í bæjarstjórn hefur verið góður og lærdómsríkur tími. Ég er stoltur að hafa komið fullt af góðum hlutum í framkvæmd. Ég vil þakka bæjarbúum fyrir tækifærið og traustið að fá að starfa í bæjarmálunum þetta kjörtímabilið. Einnig vil ég þakka starfsfólki bæjarins, bæjarfulltrúum og fólki í ráðum og nefndum fyrir gott samstarf og traust á kjörtímabilinu.

Svo ég endurtaki það sem eitt sinn var ritað... Sei nó mor, sei nó mor, fyrir mig, en hvað um þig? Ætlar þú að láta plata þig á laugardaginn?

 

Elís Jónsson

Höfundur er fráfarandi forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).