Kæru Vestmannaeyingar!
13.Maí'22 | 19:01Við frambjóðendur H-listans, Fyrir Heimaey, leitum nú til ykkar um stuðning við listann okkar í annað sinn.
Þið tókuð okkur afar vel fyrir fjórum árum sem leiddi til þess að við höfum haft forystu um stjórn bæjarins síðan þá. Við leggjum verk okkar á kjörtímabilinu afar stolt í ykkar dóm í kosningunum á laugardag.
En þótt við horfum glöð og ánægð um öxl á þann árangur sem náðst hefur þá snúast kosningar fremur um framtíð en fortíð; fremur um það sem við ætlum að gera en það sem við höfum þegar gert. Fyrirætlanir okkar er að finna í ítarlegri stefnuskrá sem borin hefur verið í öll hús og við vonum að sem flestir hafi haft tök á að kynna sér.
Við höldum því hins vegar fram að árangur okkar á síðustu fjórum árum gefi mjög sterk fyrirheit um hvers er að vænta af okkur á næstu fjórum árum. Við getum óhikað sagt: dæmið okkur af verkum okkar – ekki orðum. ''Af ávöxtunum skulið þið þekkja þá''.
Í senn auðmjúk og stolt óskum við eftir stuðningi ykkar við H-listann, Fyrir Heimaey, í kosningunum á morgun.
Með kærri kveðju og ósk um Betri Eyjar fyrir alla!

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.