Fyrirspurn frá Einari Friðþjófssyni svarað

12.Maí'22 | 13:45
framhal_skoli_20

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/TMS

Í morgun birtist grein frá Einari Friðþjófssyni þar sem kemur fram að það séu kaldar kveðjur til starfsmanna Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum í kosningabæklingi Sjálfstæðismanna með því að vilja stuðla að því að hafa Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum samkeppnishæfan á landsvísu.

Umrædd málsgrein kemur fram í fyrsta kafla stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, sóknaráætlun fyrir ungt fólk, og hljómar svona:

„Við ætlum að styðja við metnaðarfulla áætlun um að efla iðnnám sem samræmist þörfum atvinnulífsins og hafa Framhaldsskólann samkeppnishæfan á landsvísu“

Þessari setningu var bætt í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins eftir gott samtal við nokkra kennara og stjórnendur skólans og vill Sjálfstæðisflokkurinn styðja við gott starf og metnaðarfulla áætlun Framhaldsskólans í þessum efnum.

Þetta eru því svo sannarlega ekki kaldar kveðjur, heldur fer þetta inn í stefnuskrá okkar eftir kynningu frá starfsfólki Framhaldsskólans á hvað sé gott og megi halda áfram að stefna að með metnaði.

Okkur þykir leitt að þú hafir upplifað kaldar kveðjur þarna kæri Einar. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins bera allir sem einn mikla virðingu fyrir góðu starfi sem er unnið í Framhaldsskólanum og mörg okkar voru nemendur þínir og eigum við góðar minningar af því. Við viljum styðja við áframhaldandi metnaðarfullt starf Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum að hafa hann samkeppnishæfan á landsvísu.

Við viljum skapa framúrskarandi aðstæður fyrir ungt fólk í Vestmannaeyjum, hvort sem það er til náms á öllum stigum menntunar, listsköpunar, íþróttaiðkunar eða tómstunda og er Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum einn af mikilvægum hornsteinum í þeirri framtíðarsýn.

Því hér eigum við heima.

 

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.