Eyja ráðin leikskólastjóri á Kirkjugerði

12.Maí'22 | 13:35
leikskol

Kirkjugerði. Ljósmynd/TMS

Vestmannaeyjabær hefur valið Eyju Bryngeirsdóttur í stöðu leikskólastjóra Kirkjugerðis.

Eyja lauk B.Ed. í leikskólakennarfræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 2008 og meistaranámi í stjórnun menntastofnanna frá Háskóla Íslands árið 2018. Eyja hóf störf sem leiðbeinandi á leikskólanum Rauðagerði í Vestmannaeyjum 2003-2007, starfaði svo sem deildarstjóri á leikskólanum Kirkjugerði 2007-2014, og svo sem deildarstjóri á leikskólanum Sunnuási í Reykjavík á árunum 2014-2016. Árið 2016 hóf hún störf sem deildarstjóri á leikskólanum Sólhvörfum í Kópavogi, tók þá við sem aðstoðarleikskólastjóri árið 2018 sem hún sinnti til ársins 2019 þegar hún tók við sem leikskólastjóri á Sólhvörfum. Hún starfaði jafnframt sem stundakennari við Háskóla Íslands á sviði stjórnunar menntastofnanna á árunum 2019-2021.

Eyja mun hefja störf í lok júní og tekur þá við af Bjarneyju Magnúsdóttur. Svo skemmtilega vill til að Eyja tók við leikskólastjórastöðunni á Sólhvörfum í Kópavogi af Bjarneyju og svo nú aftur á Kirkjugerði í Vestmannaeyjum.

Um leið og Vestmannaeyjabær býður Eyju velkomna og til hamingju með starfið viljum við þakka Bjarneyju innilega með hennar framlag sem leikskólastjóri Kirkjugerðis og jafnframt velfarnaðar, segir í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).