Sveinn Rúnar Valgeirsson skrifar:

Hvers vegna að setja X við H á kjördag?

11.Maí'22 | 13:30
Sveinn Rúnar Valgeirsson

Sveinn Rúnar Valgeirsson

Við hjá H-listanum erum með skýr skilaboð inn í þessar kosningar.

Við ætlum að halda áfram að gera gott samfélag betra fyrir alla á Heimaey.

Við stöndum fyrir Festu – Frumkvæði – Framfarir - Með fjölskylduna í fyrirrúmi.

Okkar helstu mál eru að gera Vestmannaeyjar að fjölskylduparadís, þar spila skólamál – leikskólamál stóran part, má þar nefna verkefnið „Kveikjum neistann“ sem önnur sveitarfélög líta til okkar aðdáunar augum, við ætlum að gera leikskóla gjaldfrjálsa í áföngum og byrjum á 5 ára börnum strax í haust. Færa frístunda styrk niður til eins árs og hækka styrkinn á kjörtímabilinu.

Við ætlum að reisa leikskóla í áföngum ljúka viðbyggingu Hamarskóla.

Kjósandi góður ég legg til að þú kynnir þér stefnuskrá FYRIR HEIMAEY. Þar kemur þetta og margt annað fram sem við stöndum fyrir. Ábyrgur rekstur sem skilaði jákvæðri niðurstöðu öll fjögur árin. Breitt og betri stjórnsýsla, opið bókhald, ráðningareglur og aðrar verklagsreglur endurskoðaðar og aukin áhersla á mannauðsmál.

Kosningarnar á laugardaginn snúast um hagsmuni samfélagsins á Heimaey, að gera gott samfélag betra fyrir alla sem þar búa og eftirsóknarvert fyrir aðra að búa hér.

Kosningarnar snúast ekki um að verja hagsmuni einhvers stjórnmála flokks eða sýna flokknum hollustu. Kosningarnar snúast um að gera gott samfélag á Heimaey betra.

Þar er FYRIR HEIMAEY skýr og góður valkostur, verkin tala sínu máli síðustu fjögur ár. Við þurfum ekki að leita lang yfir skammt með bæjarstjóra, við bjóðum með stolti sama bæjarstjóra Írisi Róbertsdóttur sem er búin standa sig frábærlega vel á kjörtímabilinu.

Kjósandi góður sama hvað þú kýst á laugardaginn kemur vona ég að þú getir sagt við sjálfan þig.

Ég kaus MEÐ HJARTANU FYRIR HEIMAEY.

 

Sveinn Rúnar Valgeirsson

Höfundur skipar 9. sæti á lista Fyrir Heimaey í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).