Hallgrímur Steinsson, Skákmeistari Vestmannaeyja 2022

9.Maí'22 | 17:35
hallgrimur

Hallgrímur Steinsson, með bikarinn á lofti, Sigurjón Þorkelsson við hlið hans varð í öðru sæti. Í baksýn er málverk af Helga Ólafssyni stórmeistara, en hann hefur náð lengst í skákinni af öllum Eyjamönnum.

Skákþingi Vestmannaeyja  2022  sem hófst 31. mars lauk 8. maí  í skákheimili Taflfélags Vestmannaeyja að Heiðarvegi 9.  

Keppendur á mótinu voru 10 talsins á öllum aldri og var 65 ára aldursmunur á yngsta og elstu keppendum. Þetta sýnir að skákin spyr ekki um aldur þeirra sem tefla og taka þátt í skákmótum.   Tefldar voru níu umferðir á skákþinginu, umhugsunartími á skák var 90 mín. á skák á hvorn  keppanda + 30 sek. á  leik.  

Fljótlega varð ljóst að keppnin um efsta sætið stóð á milli Sigurjóns Þorkelssonar, skákmeistara Vm. 2021 og  til margra ára og Hallgríms Steinssonar, en Halli  varð skákmeistari Vm. 2019.  Þeir mættust í síðustu skák mótsins sem tefld í gærkvöldi.  Fyrir skákina  var Hallgrímur  kominn með fullt hús, 8 vinninga  og Sigurjón með 7,5 vinning. Skákinni lauk með jafntefli eftir snarpa viðureign og varð því Hallgrímur Steinsson, Skákmeistari Vestmannaeyja 2022 með 8,5 vinninga.  Sigurjón Þorkelsson varð í 2. sæti með 8 vinninga og síðan komu jafnir í 3.-5 sæti, sá yngsti og elstu keppendur á mótinu,  þeir Þórarinn Ingi Ólafsson, Sæþór Ingi Sæmundarson og Arnar Sigurmundsson allir með 5 vinninga.  Í 6. sæti Guðgeir Jónsson með 4,5 vinning og í sjöunda sæti Stefán Gíslason með 4 vinninga.   Mótsstjóri var Sæmundur Einarsson  og var öll framkvæmd mótsins til fyrirmyndar. Skákkennslu ungmenna í GRV í skákheimili TV á vorönn 2022  er langt komin og lýkur í næstu viku  enda komið sumar, segir í tilkynningu frá Taflfélagi Vestmannaeyja.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).