Ragnheiður Perla Hjaltadóttir og Sonja Isabel Ruiz skrifa:

Gerum góða heilbrigðisþjónustu betri

Rík af mannauði í Eyjum

9.Maí'22 | 14:00
heilbr_sud_2021

Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/TMS

Við sem Eyjamenn erum vön því að standa í endurtekinni hagsmunagæslu og eigum það þar af leiðandi til að tala niður ýmsa þjónustu í bænum.

Dæmi um slíkt er heilbrigðisþjónustan, það er vissulega margt sem hefur farið aftur á undanförnum árum eins og til dæmis lokun skurðstofunnar, og það er margt sem mætti bæta og efla. Við megum samt ekki gleyma því hvað við eigum hér flott sjúkrahús, heilsugæslu og hjúkrunarheimili og erum rík af mannauði. 

Vel menntað heilbrigðisstarfsfólk

Á HSU í Vestmannaeyjum starfar ótrúlega mikið af flottu heilbrigðisstarfsfólki sem margt hvert er með viðbótarmenntun og hefur mikinn metnað í starfi. Ef að sjúkradeildin er tekin sem dæmi þá starfa þar núna 20 hjúkrunarfræðingar og þar af er helmingurinn með viðbótarnám, ásamt um það bil 20 sjúkraliðum. Þar starfa einnig 2 lyflæknar sem hafa hér fasta búsetu ásamt nokkrum læknum sem að koma hingað reglulega að leysa af. Það hefur meira að segja verið eftirsótt að koma hingað í afleysingar því hér er mikil fjölbreytni, starfsandinn góður, nú og náttúran og samfélagið einstakt.

Sjúkradeildin er ein af fáum deildum á landinu sem er ekki að glíma við manneklu eins og er, enda hefur verið mikið af ungu fólki að flytja aftur heim og starfsumhverfið aðlaðandi. Sjúkrahúsið er líka mjög vel búið af landsbyggðarsjúkrahúsi að vera og hér er boðið upp á ýmsa þjónustu, hvort sem að hún er veitt á staðnum eða í gegnum fjarbúnað.

Að starfa á sjúkrahúsi á eyju krefst mikillar útsjónarsemi, færni, samvinnu og kunnáttu. Við þurfum oft að bíða lengi eftir sjúkraflugi og þá reynir á alla okkar þekkingu og lausnamiðaða hugsun á meðan. 

Tækifæri til að auka þjónustuna

Nú er tækifæri til að auka þjónustu hér enn frekar og til að bæta öryggið þurfum við sjúkraþyrlu staðsetta á suðurland. Þetta er verkefni sem að Sjálfstæðisflokkurinn kom af stað en var sett á bið eins og svo margt annað í Covid. Nú eigum við hins vegar þingmann í fjárlaganefnd sem var einn af þeim sem að byrjaði verkefnið og munu okkar fulltrúar hér halda áfram góðri samvinnu við hann og þrýsta á þetta verkefni líkt og þeir hafa gert undanfarið kjörtímabíl. Mikilvægt er að þyrlan sé staðsett í Vestmannaeyjum til að stytta viðbragðstíman. Aukið öryggi lokkar líka frekar að fólk til búsetu hér og þetta verkefni myndi einnig laða að sérhæft heilbrigðisstarfsfólk.  

Sjúkraliðanám í FÍV

Einnig langar okkur að minnast á sjúkraliðanámið í FÍV, en þar stunda nú 31 einstaklingur nám á sjúkraliðabraut. Það er gríðarlega verðmætt fyrir HSU og Vestmannaeyjar að þetta nám standi til boða í okkar heimabyggð og leyfum við okkur að fullyrða að helmingurinn af þeim sem nú stunda námið hefðu ekki farið í það ef að það væri ekki kennt hér í Eyjum. Með þessu fáum við flotta sjúkraliða á stofnunina okkar og regluleg endurnýjun á sér stað og aukin þekking verður til. Sjúkraliðar eru þeir sem að standa næst sjúklingnum og skiptir góð menntun þeirra miklu máli.

Mikilvæg hagsmunagæsla 

Við trúum því að það muni enginn stunda betri hagsmunagæslu fyrir Vestmannaeyjar varðandi heilbrigðismál en Sjálfstæðisflokkurinn, enda með flesta þingmenn og ráðherra á þingi og eru frambjóðendur okkar nú þegar í góðu samstarfi við þá. Við verðum að halda áfram að standa vörð um þjónustuna okkar og láta í okkur heyra, en gleymum ekki heldur því sem vel er gert – því hér eigum við heima.

 

Ragnheiður Perla Hjaltadóttir hjúkrunarfræðingur og fyrrum formaður Eyverja

Sonja Isabel Ruiz sjúkraliði og heilsunuddari

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).