Rut Haraldsdóttir og Sæunn Magnúsdóttir skrifa:

Ábyrg fjármálastjórn

8.Maí'22 | 13:50
Rut og Sæunn-05

Rut Haraldsdóttir og Sæunn Magnúsdóttir

Með ábyrgri rekstrar og fjármálastjórnun sköpum við grundvöll að öflugri þjónustu og meiri lífsgæðum. Það er mikið ábyrgðarhlutverk að reka heilt sveitarfélag. 

Tekjurnar koma frá bæjarbúunum sjálfum og er því mikilvægt að minna sig reglulega á að verið er að meðhöndla með skattfé og eigur annarra. Kjörnir fulltrúar eiga því stöðugt að leita leiða til að auka skilvirkni í rekstrinum og spyrja sig hvernig bæta megi þjónustu við íbúa án þess að því fylgi stóraukin útgjöld.  

Í öllum rekstri, hvort sem það er að reka heimili, fyrirtæki eða sveitarfélag þá er grunnforsendan sú að tekjurnar sem aflað er standi undir öllum útgjöldum. Ef svo er ekki þá þarf að taka lán eða ganga á sjóði ef þeir eru fyrir hendi.

Að fara vel með fé

Sjálfstæðiflokknum tókst að byggja upp fjárhagslega sterka stöðu sveitarfélagsins með sölu á eignarhluta þess í Hitaveitu Suðurnesja árið 2007.

Farið var vel með það fé, lán voru greidd niður, fasteignir keyptar aftur af Fasteign hf. fyrir 1,9 milljarð og allar framkvæmdir svo sem bygging Eldheima, útivistarsvæðið við sundlaugina, bygging fjölnota íþróttahallar, byggðasafnið endurgert og margt fleira mætti telja.

Allt var þetta gert án þess að skerða peningalega stöðu, heldur jókst hún samhliða þessu umtalsvert. En nú er sviðsmyndin önnur. Myndin hér að neðan sýnir þróun hjá A-hluta sveitarsjóðs á handbæru fé og skammtímafjárfestingu frá árinu 2016.

Fjárhagslegir mælikvarðar benda til versnandi afkomu bæjarins

Árið 2017 sem var síðasta heila árið sem Sjálfstæðiflokkurinn var við stjórn. Frá því ári og til ársins 2021 hefur peningaleg staða sveitarfélagsins lækkað um 1.1 milljarð kr., það samsvara 33% samdrætti. Myndin sýnir glögglega hve mikilvægt það er að fjármálastjórnunin sé góð. Ekki á að þurfa árlega að ganga í sjóði sveitarfélagsins til að uppfylla þá góðu þjónustu sem við viljum að sveitarfélagið veiti íbúum sínum á hverjum tíma.

Hallað verulega undan rekstri

Eins og glöggt má sjá á myndinni hér að neðan hefur hallað verulega undan rekstri Vestmannaeyjabæjar á sl. árum. Skýringin liggur ekki í tekjumissi vegna loðnubrests eða annarra utanaðkomandi þátta, svo sem Covid. Tekjurnar vaxa nefnilega umtalsvert á tímabilinu umfram verðlag og verðbólgu en sem dæmi má nefna að tekjurnar jukust um 14% milli áranna 2020-2021. Skýringin á lélegri rekstrarafkomu liggur því helst í auknum útgjöldum og litlu aðhaldi rekstri.

Rekstrarafkoma A-hlutar Vestmannaeyjabæjar 2016-2021

Hvað er veltufé frá rekstri?

Veltufé frá rekstri segir til um getu sveitarfélagsins til að standa undir afborgunum lána og fjárfestingum án þess að það komi til lántöku. Ef veltufé frá rekstri stendur ekki undir fjárfestingum í rekstrarfjármunum samfellt í einhver ár þá er sveitarfélagið ekki fjárhagslega sjálfbært. 

Á neðan greindri mynd sést að síðastliðin tvö ár hefur reksturinn verið að skila mun lægra hlutfall af veltufé frá rekstri sem skýrist á því að útgjöld hafa verið að aukast mun meira en tekjurnar. Á  sama tíma eru fjárfestingar að fara langt yfir það sem veltufé frá rekstri er að skila.

Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla að framúrskarandi rekstri og sterkri fármálastöðu til að auka þjónustu og velferð bæjarbúa. Það nýtist okkur öllum inn í framtíðina, því hér eigum við heima.

 

Rut Haraldsdóttir 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins

Sæunn Magnúsdóttir 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).