Jóna Sigríður Guðmundsdóttir skrifar:

Umhverfis- og auðlindastefna Vestmannaeyjabæjar

5.Maí'22 | 19:12
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir

Í dag var umhverfis- og auðlindastefna Vestmannaeyjabæjar samþykkt í bæjarstjórn.

Á stefnuskrá bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar var að vinna umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið þar sem slík stefna hafði aldrei verið unnin og því engin markmið til yfir þennan stóra og mikilvæga þátt sem umhverfismál eru.

Ferlið

Efla verkfræðistofa vann stefnuna í samstarfi við sveitarfélagið en mikil áhersla var lögð á að fá íbúa og starfsfólk sveitarfélagsins með í vinnuna enda fyrsta skrefið til að meta stöðu stofnana sveitarfélagsins í umhverfismálum var að framkvæma umhverfisgreiningu og taka saman kolefnisbókhald. En þarna var vinna starfsfólks sveitarfélagsins mikilvæg. Niðurstöðurnar úr umhverfisgreiningunni voru kynntar fyrir umhverfis- og skipulagsráði og bæjarstjórn og í framhaldinu var haldinn íbúafundur þar sem þær voru einnig kynntar. Góðar umræður fóru fram á fundinum og fór skipulags- og umhverfisfulltrúi yfir helstu áskoranir Vestmannaeyja í umhverfismálum. 

Haldnir voru samráðsfundir með fulltrúum frá stofnunum bæjarins og bæjarstjórn þar sem safnað var tillögum um mögulegar aðgerðir til að draga úr áhrifum frá starfsemi bæjarins og samfélagsins á umhverfi sitt. En einnig var framkvæmd spurningakönnun til íbúa og starfsfólks um tillögur að aðgerðum til að fylgja stefnunni eftir. 

Þessi vinna skilaði mörgum tillögum sem nýttist vel í vinnu við að setja fram aðgerðir til að ná þeim markmiðum sem sett voru fram en markmiðin voru tengd heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og litið var til stefnu stjórnvalda, laga og reglugerða. Aðgerðunum var einnig forgangsraðað, þær kostnaðargreindar og tímasettar.  

Eftirfylgni og aðgerðir með áherslu á heimsmarkmiðin

Eftirfylgnin er í höndum skipulags- og umhverfisfulltrúa en ábyrgðaraðili er settur við hverja aðgerð. Til þess að fylgjast með árangri þarf að vakta mikilvæga þætti umhverfis og auðlinda sem geta breyst í okkar samfélagi eða stefnu stjórnvalda en einnig að gera umhverfisgreiningar til að bera saman við þær sem til eru til að sjá árangurinn.  

Stefnan verður í stöðugri þróun og er endurskoðuð á þriggja ára fresti og aðgerðaráætlunin er yfirfarin árlega og uppfærð þegar við á.  

Aðgerðirnar eru margar en ákveðið var að hafa þær allar inni þar sem þetta er vinna íbúanna en forgangsröðun hefur verið gerð eins og áður segir og þarf að vanda þessa vinnu vel fyrir gerð fjárhagsáætlunar ár hvert. 

Upplýsingar um hvernig stefnunni verður framfylgt verða aðgengilegar öllum íbúum en skipulags- og umhverfisfulltrúi mun útfæra það þegar sá tími kemur. 

Ég er stolt af því að hafa haft frumkvæði að gerð stefnunnar og fengið að koma að vinnu við þessa metnaðarfullu stefnu sem hefur verið samþykkt. 

Betri Eyjar – fyrir alla! 

 

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs.

Höfundur skipar 2. sæti á lista Fyrir Heimaey í komandi sveitastjórnarkosningum. 

 

 

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).