Georg Eiður Arnarson skrifar:
Gleðilegt sumar
17.Apríl'22 | 15:59Lundinn settist upp í gær og þar með er komið sumar hjá mér.
Ég hafði reyndar séð nokkra fljúga með hamrinum tveimur dögum áður, en mér finnst skemmtilegast að miða við þegar maður sér hann setjast upp og já, þetta er alltaf jafn skemmtilegt.
Helstu væntingar fyrir þetta sumar eru að mörgu leiti svipaðar og síðustu ár þ.e.a.s. að stofninn haldi áfram að vaxa með sama krafti og síðustu árin og vonandi förum við að sjá meira til lundans í júní mánuði.
Veiðarnar. Á síðasta ári voru leyfðar veiðar í 10 daga hér í Vestmannaeyjum, en um leið var þetta síðasta ár 13. árið í röð sem ég veiði ekki lunda í Vestmannaeyjum og svo verður bara að koma í ljós hvernig það verður í ár, en þó nokkrir veiðimenn eru farnir að tala fyrir því að nú megi fara að fjölga veiðidögunum.
Ég hef í sjálfu sér enga sérstaka skoðun á því en finnst bara frábært að fá að upplifa þennan mikla uppgang í lundastofninum og það ekki bara hér í Eyjum heldur á öllu landinu.
Hættumerkin. Mikið hefur verið fjallað um fugladauða vegna fuglaflensu, sem betur fer hefur ekkert heyrst um slíkt hjá svartfugla stofninum.
Hitt er hins vegar öllu alvarglegra, að nýlega bárust fréttir af því að hafnar væru tilraunir með að veiða og vinna úr rauðátu sem er að sjálfsögðu stór hluti af ætinu í sjónum í kring um landið, það ásamt þeirri staðreynd að ef rétt er hjá fjölmörgum skipstjórum úr loðnuflotanum, um að Hafró hafi stórlega ofmetið stærð loðnustofnsins, sem aftur myndi þá þýða það að búið væri að veiða loðnustofninn niður, er eitthvað sem að klárlega þarf að fylgjast betur með, enda vel þekkt að ef ætisskortur verður í hafinu, eins og við þekkjum svo vel þegar makríllinn gekk inn í lögsöguna okkar, þá bitnar það fyrst og fremst á fuglastofninum og ekki hvað síst lundanum.
Varðandi stöðuna í hafinu að öðru leyti, þá er þetta eiginlega ótrúlega snúið og svo ég orði þetta með orðum nokkurra skipstjóra sem ég hef rætt við undanfarnar vikur, þá er staðan einfaldlega þessi:
Hafró veit ekkert um stöðu fiskistofna á Íslands miðum.
Sem er náttúrulega grafalvarlegt, en meira um það síðar.
Gleðilegt sumar allir.
Höfundur: Georg Eiður Arnarson
Georg Eiður Arnarson, fæddur 1964, af Skjaldbreiðarætt. Foreldrar Margrét H. Júlíusdóttir og Örn W. Randrup, giftur Matthildi Maríu Tórshamar, 4 börn, 1 hundur og 2 kettir, trillu útgerðarmaður.
Áhugamaður um allt sem tengist sjávarútvegi, náttúru og atvinnumálum. Missi helst ekki af heimaleik hjá ÍBV á sumrin og er aðeins farinn að fikta við sjóstangaveiði.
Framboð eða ekki framboð?
2.Apríl'22 | 14:43Flokkur fólksins í Vestmannaeyjum
27.Mars'22 | 20:55Verbúðin
27.Febrúar'22 | 21:302021 gert upp
8.Janúar'22 | 22:25Gæludýraeigandinn ég
31.Desember'21 | 15:50Fátæktarskömmin
21.Desember'21 | 22:18Lundasumarið 2021
3.Október'21 | 21:59Þakkir og kosningar 2021
27.September'21 | 12:37Kvótann heim
20.September'21 | 22:12Virðum eldra fólk að verðleikum!
19.September'21 | 12:59
Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...