Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar til umfjöllunar hjá bæjarstjórn

15.Apríl'22 | 07:17
20220312_112310

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Fyrri umræða um ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2021 fór fram á síðasta fundi bæjarstjórnar.

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri gerði þar grein fyrir ársreikningi Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2021 í framsögu. Jafnframt gerði hún grein fyrir helstu niðurstöðum reikningsins.

Í bókun frá bæjarfulltrúum E og H lista segir að meirihluti E- og H- lista lýsi mikilli ánægju með ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2021, sem sýnir fyrst og fremst sterka stöðu bæjarsjóðs, jákvæða rekstrarafkomu, góða eignastöðu og lágar skuldir. Það er nánast sama hvar staldrað er við í ársreikningnum, útkoman blasir við. Fjárhagsstaða Vestmannaeyjabæjar er mjög góð og ársreikningurinn endurspeglar það.
Rekstrarafkoma samstæðunnar (A og B hluta) var jákvæð um tæpar 394 m.kr. og rekstrarafkoma A-hluta var jákvæð um 137 m.kr. Afkoman er töluvert betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2021.

Styrkleikar Vestmannaeyjabæjar koma þannig vel fram í ársreikningi bæjarins. Horfum til þessarar sterku stöðu. Hún kemur okkur öllum til góða. Hlutverk okkar sem bæjarfulltrúa er að horfa til framtíðar og byggja upp öfluga þjónustu og innviði sem geta fylgt eftir þeirri íbúafjölgun sem við væntum á næstu árum. Vestmannaeyjar ef frábær búsetur kostur og við viljum að svo verði áfram.

Í bókun frá bæjarfulltrúum D listans segir að einna áhugaverðast sé að rekstur Herjólfs hefur jákvæð áhrif á ársreikninginn um 262 milljónir. Áhyggjuefni er að væri Herjólfur tekinn út fyrir sviga, væri sveitarsjóður rekinn með halla annað árið í röð. Síðustu 4 ár hafa sjóðir sveitarfélagsins lækkað verulega, það er áhyggjuefni og dregur úr hæfni sveitarfélagsins til að bregðast við sveiflum í framtíðinni.

Bæjarfulltrúum E og H lista bókuðu þá á nýjan leik þar sem segir að það sé vissulega ánægjulegt að góð afkoma Herjólfs leiðrétti niðurfærslu í A-hluta sem gera þurfti á síðasta ári. Lífeyrisskuldbindingin var um 297,6 m.kr. umfram áætlun, sem stafar aðallega af nýjum reglum fjármálaráðuneytisins um lífslíkur sjóðsfélaga í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna, með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á rekstrarafkomu bæjarsjóðs.

Hvorki Vestmannaeyjabær né nokkuð annað sveitarfélag gat gert ráð fyrir þessari skuldbindingu. Bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins er fullkunnugt um þetta enda kom það skýrt fram í kynningu á ársreikningum hjá endurskoðenda bæjarins.

Sterk staða bæjarsjóðs og ábyrgur rekstur á kjörtímabilinu gera það að verkum að hægt er að bregðast við slíku án þess að afkoman verði neikvæð.

Í kjölfarið bókuðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks. Þar segir: Skatttekjur sveitarfélagsins voru hundruðum milljóna yfir áætlun, sem var ófyrirséð, alveg eins og ekki var fyrirséð að lífeyrisskuldbindingin mundi hafa áhrif á sveitarsjóð.

Niðurstöðutölur úr ársreikningi

Varaforseti bæjarstjórnar Jóna Sigríður Guðmundsdóttir las upp niðurstöðutölur úr ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2021:

a) Ársreikningur sjóða í A-hluta 2021:

Afkoma fyrir fjármagnsliði (neikvæð) kr. -48.531.000
Rekstrarafkoma ársins (jákvæð) kr. 137.339.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 13.211.349.000
Eigið fé kr. 7.336.256.000

Samstæða Vestmannaeyjabæjar

Afkoma fyrir fjármagnsliði (jákvæð) kr. 404.764.000
Rekstrarafkoma ársins (jákvæð) kr. 393.773.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 15.820.680.000
Eigið fé kr. 9.843.795.000

b) Ársreikningur Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2021:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 65.335.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 79.091.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 2.256.496.000
Eigið fé kr. 2.023.427.000

c) Ársreikningur Félagslegra íbúða 2021:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 40.915.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 28.863.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 908.139.000
Eigið fé ( neikvætt) kr. -50.568.000

d) Ársreikningur Fráveitu Vestmannaeyja 2021:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 47.527.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 27.143.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 687.447.000
Eigið fé kr. 369.254.000

e) Ársreikningur Dvalarheimilisins Hraunbúða 2021:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 4.959.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 3.129.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 32.936.000
Eigið fé kr. 32.936.000

g) Ársreikningur Vatnsveitu 2021:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 0
Rekstrarafkoma ársins kr. 0
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 352.000.000
Eigið fé kr. 0

h) Ársreikningur Vestmannaeyjaferjunar Herjólfs ohf 2021:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 287.914.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 261.561.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 385.060.000
Eigið fé (neikvætt) kr. 256.551.000

i) Ársreikningur Náttúrustofu Suðurlands 2021:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 6.646.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 6.646.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 27.002.000
Eigið fé kr. 25.939.000

Samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2021 til síðari umræðu í bæjarstjórn og til endurskoðunar.

Í bókun frá bæjarfulltrúum E og H lista segir að umræða um ráðstöfun fjármagns úr verðbréfasjóðum bæjarins sé villandi og röng ef ekki fylgja upplýsingar um hvert það fjármagn rennur. Þegar verið er að innleysa fjármagn úr sjóðum bæjarins, er það gert til að kosta framkvæmdir á vegum bæjarins. Framkvæmdir eru annars vegar fjármagnaðar með rekstrarafkomu (þ.e. afgangi af rekstri) eða úr verðbréfasjóðum bæjarins. Með því er ekki verið að eyða peningum bæjarins, heldur fjárfesta í eignum, rétt eins og þegar einstaklingar nota peninga af bankabók til að kaupa íbúð. Vissulega er búið að innleysa peninga af bankabókinni en það er gert til þess að fjárfesta í íbúðinni.

Bæjarfulltrúi Trausti Hjaltason gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun: Það er ekki verið að villa um heldur einungis verið að benda á tölulegar staðreyndir. Það að fulltrúum E- og H lista líki ekki slíkar upplýsingar er miður. Aðhald frá minnihluta verður alltaf hluti af pólitík.

Bæjarfulltrúi Hildur Sólveig Sigurðardóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun: Framtíðarframkvæmdir verða ekki fjármagnaðar með fastafjármunum öðruvísi en með lántökum eða sölu eigna og því mikilvægt að til að viðhalda sjálfbærni framkvæmdastigs sveitarfélagsins án þess að fara í lántökur er mikilvægt að viðhalda peningalegum eignum.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...