Njáll og Helga áfram í efstu sætum Eyjalistans

6.Apríl'22 | 19:35
Eyjalisti_frambjodendur

Ljósmynd/aðsend

Njáll Ragnarsson og Helga Jóhanna Harðardóttir skipa efstu sætin á lista Eyjalistans í komandi bæjarstjórnarkosningum. En þau voru í sömu sætum fyrir fjórum árum. 

Fram kemur í tilkynningu frá framboðinu að á fjölmennum félagsfundi Eyjalistans fyrr í kvöld hafi framboðslisti félagsins fyrir komandi kosningar verið samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.

Listann skipa eftirfarandi:

1.       Njáll Ragnarsson – Deildarstjóri og formaður bæjarráðs

2.       Helga Jóhanna Harðardóttir – Grunnskólakennari

3.       Erlingur Guðbjörnsson – Stöðvarstjóri hjá Íslandspósti

4.       Hildur Rún Róbertsdóttir – Deildarstjóri í leikskóla

5.       Díana Íva Gunnarsdóttir – Hönnuður/Nemi

6.       Jónatan Guðni Jónsson – Grunnskólakennari

7.       Bjartey Hermannsdóttir – Móttökuritari

8.       Hafdís Ástþórsdóttir – Hársnyrtimeistari

9.       Arna Huld Sigurðardóttir – Hjúkrunarfræðingur

10.   Drífa Þöll Arnardóttir – Bókavörður

11.   Sigurður Þór Símonarson – Sjómaður

12.   Salóme Ýr Rúnarsdóttir – Starfsmaður í Straumi

13.   Gauti Gunnarsson – Smiður

14.   Sigurður Hjörtur Grétarsson – Verkamaður

15.   Hrefna Valdís Guðmundsdóttir – Skjalavörður

16.   Bjarni Sigurðsson – Matreiðslumeistari

17.   Einar Friðþjófsson – Framhaldsskólakennari

18.   Ólöf Margrét Magnúsdóttir – Sérkennari

Njáll Ragnarsson bæjarstjóraefni E-listans

Þá var á fundinum samþykkt að oddviti listans yrði jafnframt bæjarstjóraefni hans við komandi kosningar.

Eyjalistinn vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem sýndu framboðinu áhuga, veittu ráðgjöf og ráðleggingar og bentu á frambærilega einstaklinga til þátttöku.

Næst á dagskrá Eyjalistans er að halda áfram málefnavinnunni og tryggja að næstu fjögur árin verði haldið áfram að efla þjónustu við íbúa í Vestmannaeyjum og gera góðan bæ enn betri, segir í tilkynningunni.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).