Styður áfram Sjálfstæðisflokkinn á landsvísu

5.Apríl'22 | 20:14
pall_magnusson_eyjar.net

Páll Magnússon

Í kvöld var kynntur framboðslisti bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey. Þar var kynntur til leiks nýr oddviti, en Páll Magnússon mun leiða listann í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Páll tjáir sig um framboðið á facebook-síðu sinni í kvöld. Þar segir hann að hann hafi fallist á ósk bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey um að skipa fyrsta sætið á framboðslista þess í bæjarstjórnarkosningunum í næsta mánuði.

„Kjörnefnd félagsins og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, voru sammála um að best færi á því að oddviti listans og bæjarstjóraefnið væri ekki einn og sami einstaklingurinn og því er þessi háttur hafður á.

Hvað mig varðar er ég þakklátur og stoltur af því að vera treyst fyrir þessu verkefni og mun leggja mig allan fram um að gera góðan bæ enn betri. Reynsla mín og þekking úr stjórnmálunum mun væntanlega ekki síst nýtast í samskiptum og hagsmunagæslu bæjarins gagnvart ríkisvaldinu. Auk þess hef ég langa reynslu af rekstri stórra fjölmiðlafyrirtækja - bæði í einkageiranum og hinum opinbera.

Sem Eyjamaður og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis í fimm ár hef ég fylgst býsna grannt með góðri frammistöðu bæjarstjórnarmeirihlutans á því kjörtímabili sem nú er að líða. Árangurinn hefur verið aðdáunarverður - ekki síst þegar höfð eru í huga utanaðkomandi áföll á borð við loðnubrest tvö ár í röð og covid-faraldur. Ég vil gjarnan stuðla að því að þetta góða starf haldi áfram undir öruggri forystu bæjarstjórans.

En er ég þá hættur að vera sjálfstæðismaður? Svarið við þeirri spurningu er nei. Ég styð Sjálfstæðisflokkinn áfram á landsvísu þótt sjálfstæðismönnum í Vestmannaeyjum hafi ekki borið gæfa til að laga þann klofning sem hér varð 2018. Vonandi kemur að því fyrr en síðar.

Allt fyrir betri Eyjar - ást og friður!” segir í færslu Páls Magnússonar.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).